Erlent

Pakistanskir Talibanar segjast bera ábyrgð á bílasprengju

Bíllinn fjarlægður af vettvangi.
Bíllinn fjarlægður af vettvangi.

Herskár hryðjuverkahópur frá Pakistan, með tengsl við Talibana, hefur lýst yfir ábyrgð vegna bílasprengjunnar sem fannst á Times-torgi í gærkvöldi.

Bandarísk yfirvöld hafa hinsvegar sagt við fjölmiðla að þeir vilji rannsaka málið betur þar sem þá grunar að hópurinn sé að nýta sér tækifærið og eigna sér annarra manna verk.

Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hverjir geta mögulega hafa komið að sprengjutilræðinu. Sprengjan sprakk ekki vegna bilunar í búnaðinum en sprengjan þykir viðvaningsleg.

Inn í bílnum mátti finna sprengiefni og gaskúta en hefði sprengjan sprungið þá hefði myndast mikil eldsprenging að sögn sérfræðinga.

Lögreglan hefur rakið númeraplötuna til upprunalega eigandans sem býr í Conneticut í Bandaríkjunum. Hann sagði við yfirvöld að hann hefði hent númerplötunni.

Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Bæði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sem og Michael Bloomber, borgarstjóri New York, þakka snarræði lögreglunnar í New York að ekki fór verr.


Tengdar fréttir

Sprengja aftengd á Times torgi

Stórtjóni og mannfalli var forðað í miðborg New york í gærkvöldi þegar sprengjusérfræðingum tókst að aftengja sprengju sem fannst í bíl á Time Square.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×