Handbolti

Schlinger: Ísland betra en Serbía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Schlinger í leiknum gegn Dönum.
Schlinger í leiknum gegn Dönum. Nordic Photos/AFP

Roland Schlinger, skytta í austurríska landsliðinu, segir að íslenska liðið sé sigurstranglegra í leik liðanna á EM í handbolta í kvöld.

„Við höfum skoðað íslenska liðið vel og það er vissulega sigurstranglegri aðilinn í þessum leik. Mér finnst til dæmis íslenska liðið betra en það serbneska,“ sagði Schlinger á blaðamannafundi austurríska landsliðsins í gær.

Austurríki tapaði fyrir Danmörku á mánudagskvöldið, 33-29, þrátt fyrir að hafa spilað vel gegn Evrópumeisturunum.

„Þetta voru vissulega vonbrigði því við vildum meira. En við getum byggt á þessum leik fyrir framhaldið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×