Handbolti

Svíarnir úr leik á Evrópumótinu í Austurríki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Arrhenius í leiknum í kvöld.
Robert Arrhenius í leiknum í kvöld. Mynd/AFP

Svíar eru úr leik á Evrópumótinu í Austurríki eftir eins marks tap fyrir Þjóðverjum, 29-30, í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Þjóðverjar eru hinsvegar komnir í milliriðil ásamt Pólverjum og Slóvenum sem spila um sigurinn í C-riðlinum seinna í kvöld.

Holger Glandorf skoraði 8 mörk fyrir Þjóðverja og Torsten Jansen var með 7 mörk. Kim Anderson var með 7 mörk hjá Svíum og þeir Niclas Ekberg og Robert Arrhenius skoruðu sex mörk hvor.

Svíar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á Evrópumótinu, með tveimur mörkum á móti Slóveníu, 25-27, með þremur mörkum fyrir Póllandi, 24-27 og svo með einu marki fyrir Þjóðverjum í kvöld.

Frakkar tryggðu sér 24-24 jafntefli á móti Spánverjum þegar Guillaume Joli jafnaði leikinn 23 sekúndum fyrir leikslok. Spánverjar unnu riðillinn en taka aðeins þrjú stig með sér í milliriðilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×