Erlent

Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið.

Næringarfræðingurinn, sem heitir Brian Buijsse, birti niðurstöður sínar í tímaritinu European Heart Journal. Hann fylgdist með nærri því 20 þúsund manns á aldrinum 35-65 ára yfir heilan áratug og komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem borðuðu mest súkkulaði voru ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall en þeir sem borðuðu minna súkkulaði. Dökkt súkkulaði, sem inniheldur um 70% kakó, er betra heldur en það ljósa því dökka súkkulaðið dregur úr blóðþrýstingi. Skýringin á þessari niðurstöðu gæti verið sú að í kakói er efnið flavanol sem hefur jákvæð áhrif á hjartastarfsemi.

Buijsse bendir hins vegar á að í 100 grömmum af súkkulaði séu 500 hitaeiningar. Það sé því eins gott að fólk varist aðra hitaeiningaríka fæðu til þess að fitna ekki um of. En hvað sem því líður virðist svo vera af orðum næringarfræðingsins að það borgar sig, heilsunnar vegna, að kaupa sér vænt páskaegg fyrir helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×