Erlent

Rændu 100 indverskum sjómönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna.

Inverska sjósamgönguráðuneytið hefur látið strandgæsluna þar í landi vita af skipunum sem saknað er. Dagblaðið Times of India segir að skipin hafi verið á leið frá Sómalíu til Dubai þegar þeim var rænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×