Erlent

Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi

Óli Tynes skrifar
Skoda Superb 3.6 FSI.
Skoda Superb 3.6 FSI.

Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl.

Sagt var frá því að ef pólitíið keypti þennan bíl yrði hann sá hraðskreiðasti í flotanum.

Það var Ford Focus RS með 305 hestafla vél.

Skodaumboðið sá ástæðu til að skýra frá því að það þurfi ekki að vera með neinar svona brellur í tengslum við lögreglubíla.

Það hafi nefnilega slegið Ford við með því að vera þegar búið selja lögreglunni Skoda Superb 3.6 FSI með fjórhjóladrifi. Og 260 hrossum undir vélarhlífinni. Hámarkshraði 250 kílómetrar.

Lögreglan vill ekkert koma nálægt þessum kritum. Sagði í samtali við Extrabladet að hámarkshraði væri ekkert aðalatriði hjá þeim. Það væru margir samvirkandi þættir sem réðu vali í bílakaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×