Innlent

Handtekinn með hníf á lofti

Ungur maður ógnaði félaga sínum með hnífi í heimahúsi í Kópavogi í nótt, og náði þolandinn að hringja í lögregu, sem var skammt undan.

Þegar hún kom á vettvang kom sá sem hringdi hlaupandi á móti henni og hinn með hnífinn á lofti á eftir honum. Lögregla handtók hann snarlega og vistaði í fangageymslum, en hinn slapp ómeiddur.

Rót þessa mun vera ágreiningur í kvennamálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×