Vilja breyta geymslu í miðstöð fyrir íbúa 29. nóvember 2010 06:00 Kefli og spennar eru meðal þess sem Orkuveitan getur gripið til í geymslu sinni við Austurbæjarskóla verði bilun þar í nágrenninu.Fréttablaðið/Valli Borgaryfirvöld skoða nú þann möguleika að innrétta félagsmiðstöð í geymslu Orkuveitunnar við Austurbæjarskóla. Foreldrar barna í Austurbæjarskóla hafa lengi haft horn í síðu notkunar Orkuveitunnar á geymslunni sem er í gamalli dreifistöð við suðurenda skólans. Telja foreldrarnir slysahættu af umferð flutningabíla. Hugmynd um að breyta geymslunni í félagsmiðstöð fyrir unglinga hefur lengi verið á kreiki. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði í október fram tillögu í Íþrótta- og tómstundaráði að þessi möguleiki yrði kannaður og var það samþykkt. Í fyrravetur kannaði framkvæmdasvið borgarinnar hvort þetta væri yfirleitt hægt og reyndist svo vera. Því muni þó fylgja talsverður kostnaður því geymslan uppfylli engar kröfur sem íverustaður. „Það liggur fyrir að það þyrfti að gera umtalsverða breytingar á þessu húsnæði svo það verði nothæft sem félagsmiðstöð," segir Kjartan og útskýrir að hugmyndin sé sú að miðstöðin verði fjölnota og meðal annars nýtast fyrir almennt félagsstarf í hverfinu. „Það eru ýmsar útfærslur á borðinu. Meðal annars hafa foreldrarnir lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að leggja mikla sjálfboðavinnu af mörkum til að gera þetta að veruleika, Þá sé rætt um aðkomu Tækniskólans að verkinu." Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið þegar hafa svipast um eftir hentugu húsnæði til að leysa geymsluna í Austurbæjarskóla af hólmi. Hann útskýrir að mikilvægt sé fyrir fyrirtækið að hafa lagerhúsnæði á þessum slóðum. „Þessi geymsla gerir það að verkum að viðbragðstími vegna bilana í Vesturbænum er styttri en ella," segir Eiríkur sem kveður Orkuveituna nú fyrst og fremst bíða næstu skrefa hjá borginni. „Því mun fylgja kostnaður og við getum ekki lagt út í hann fyrr en kaupandi er fundinn að núverandi geymslu." gar@frettabladid.is Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Borgaryfirvöld skoða nú þann möguleika að innrétta félagsmiðstöð í geymslu Orkuveitunnar við Austurbæjarskóla. Foreldrar barna í Austurbæjarskóla hafa lengi haft horn í síðu notkunar Orkuveitunnar á geymslunni sem er í gamalli dreifistöð við suðurenda skólans. Telja foreldrarnir slysahættu af umferð flutningabíla. Hugmynd um að breyta geymslunni í félagsmiðstöð fyrir unglinga hefur lengi verið á kreiki. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði í október fram tillögu í Íþrótta- og tómstundaráði að þessi möguleiki yrði kannaður og var það samþykkt. Í fyrravetur kannaði framkvæmdasvið borgarinnar hvort þetta væri yfirleitt hægt og reyndist svo vera. Því muni þó fylgja talsverður kostnaður því geymslan uppfylli engar kröfur sem íverustaður. „Það liggur fyrir að það þyrfti að gera umtalsverða breytingar á þessu húsnæði svo það verði nothæft sem félagsmiðstöð," segir Kjartan og útskýrir að hugmyndin sé sú að miðstöðin verði fjölnota og meðal annars nýtast fyrir almennt félagsstarf í hverfinu. „Það eru ýmsar útfærslur á borðinu. Meðal annars hafa foreldrarnir lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að leggja mikla sjálfboðavinnu af mörkum til að gera þetta að veruleika, Þá sé rætt um aðkomu Tækniskólans að verkinu." Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið þegar hafa svipast um eftir hentugu húsnæði til að leysa geymsluna í Austurbæjarskóla af hólmi. Hann útskýrir að mikilvægt sé fyrir fyrirtækið að hafa lagerhúsnæði á þessum slóðum. „Þessi geymsla gerir það að verkum að viðbragðstími vegna bilana í Vesturbænum er styttri en ella," segir Eiríkur sem kveður Orkuveituna nú fyrst og fremst bíða næstu skrefa hjá borginni. „Því mun fylgja kostnaður og við getum ekki lagt út í hann fyrr en kaupandi er fundinn að núverandi geymslu." gar@frettabladid.is
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira