María eða Heilög María 31. mars 2010 06:00 María Hjálmtýsdóttir skrifar um vörumerki Þann 23. mars sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Henrik Billger, forstjóra fyrirtækisins Santa Maria AB í Svíþjóð sem hann skrifaði vegna viðtals sem tekið var við mig í blaðinu nokkrum vikum fyrr. Í stuttu máli fjalla skrifin um kröfur fyrirtækis Henriks um að hætt verði að nota nafnið Santa María á veitingastað við Laugaveg 22a. Henrik hefur grein sína á því að lýsa því yfir að Íslendingar muni vinna sig út úr kreppunni (takk fyrir það). Í framhaldi af því útskýrir hann mikilvægi laga um vörumerki og hvernig vörumerki og viðskiptavild eru byggð upp. Því næst rekur hann í stuttu máli sögu fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir og áður en hann lýkur skrifum sínum á óskum um að íslenskum fyrirtækjum megi vegna vel erlendis (takk fyrir það líka), sakar hann mig um að ljúga. Herra Henrik er forstjóri stærsta kryddfyrirtækis Svíþjóðar sem m.a. selur vörur undir nafninu Santa Maria Tex-Mex. Fyrirtækið heitir Santa Maria AB. Þeir eiga nafnið skráð víðsvegar í Evrópu og hér á Íslandi eiga þeir skráningu í flokkum sem tengjast pakkamat, sósum, kryddi og þessháttar og við höfum engin áform um að hrufla við þeim rétti þeirra eða reyna að græða á viðskiptavild þeirra og orðstír í tengslum við Tex-Mex vörurnar. Það að eiga nafn og vörumerki skráð í ákveðnum flokkum útilokar ekki aðra frá því að mega skrá svipað nafn í öðrum flokkum svo lengi sem notkun á nafninu veldur ekki ruglingi. Ég á enn þá eftir að hitta einhvern sem hefur látið sér detta í hug að rugla veitingastaðnum á Laugavegi við krukkurnar og pakkana í Bónus og fleiri verslunum. Ég vona af öllu hjarta að enginn rugli þessu saman, enda liti ekki vel út fyrir okkur ef fólk teldi okkur byggja matseld okkar á tilbúnum Tex-Mex pakkamat sem hver sem er getur keypt úti í búð. Svo ég svari nú líka ásökun Henriks um að segja ekki satt og rétt frá langar mig í stuttu máli að rekja forsögu þessara deilna sem hér eiga sér stað. Í mars árið 2008 opnaði ég ásamt maka mínum lítinn veitingastað við Laugaveg. Nafnið Santa María – bístró, völdum við sem tilvísun í allar þær Maríur sem okkur tengjast, og eru þær ófáar mæður okkar, formæður og frænkur. Að auki er Santa María þjóðardýrlingur og verndari Mexíkana (eða Mexíkóa fyrir þá sem vilja) um allan heim. Okkur datt aldrei í hug nokkurskonar tenging við öll þau óteljandi fyrirtæki og staði um allan heim sem nota nafnið Santa María, nú eða skip Kólumbusar sem sigldi yfir höfin til að kaupa krydd og verða ríkur um leið og hann lagði undir sig ný lönd fyrir hönd spænska konungsríkisins og níddist á frumbyggjum Ameríku. Skipið Santa María, sem hét upphaflega La Gallega, sökk reyndar í fyrstu ferðinni, en það er önnur saga. Rúmu ári eftir að við opnuðum fengum við bréf frá lögmannsstofu þar sem okkur var bent á að Santa Maria AB ætti nafnið skráð í einhverjum vörumerkjaflokkum og að við fengjum vinsamlegast smá tíma til að vera svo væn að hætta allri notkun á nafninu. Henrik skrifar að haft hafi verið samband við okkur og að þeir hafi vænt þess að ábending þeirra leiðrétti misskilning. Þetta hljómar voða vingjarnlegt en mig langar að spyrja hann á móti hvers vegna þeir höfðu ekki bara samband við okkur sjálfir og ræddu þetta mál við okkur? Hver sigar hæstaréttarlögfræðingum á pínulítið fyrirtæki vegna misskilnings? Ef þið treystuð á samvinnu okkar og velvilja, hvers vegna var þá undirliggjandi hótun falin innanum illskiljanlegan lögfræðitexta í hverju einasta bréfi frá hinum hæstvirtu háfleygu lögfræðingum sem höfðu samband við okkur fyrir ykkar hönd? Ef þið eruð svona krúttlegt og umhverfisvænt smáfyrirtæki sem varð svo stærst og sterkast og þið viljið okkur sem erum enn þá og verðum vonandi alltaf lítil, virkilega vel, hvers vegna eigið þið ekki bara samskipti við okkur eins og eðlilegt fólk? Það sem við höfum gert síðan lagabréfin fóru að berast er að við höfum fjarlægt nafnið úr gluggum staðarins og lokað heimasíðunni vegna þess að í bréfunum má lesa að áframhaldandi notkun nafnsins muni koma okkur í koll. Svo fengum við nafnið skráð í flokki veitingahúsaþjónustu til að fá lagalegan flöt fyrir samskiptin, enda engin annarskonar samskipti í boði. Þeirri skráningu hefur nú verið andmælt með hafsjó af lagatilvísunum og í framhaldi af því höfum við ákveðið að gefast upp. Við erum því miður of lítil og veikburða til að standa í svona stappi. Kæri herra Henrik, af hverju hringdirðu ekki bara í mig og við hefðum getað leyst þetta á mannlegu nótunum? Eða týnast mannlegu nóturnar þegar smáfyrirtæki verða stór? Að lokum langar mig að þakka óskir Henriks um velgengni í því sem við erum að gera. Á sama hátt óskum við þeim velgengni í þjóðmenningarlega matarbransanum og vonum að þeir haldi áfram að vera stærstir og mestir og megi þeir áfram vera næstum einir um að prýða Tex-Mex hillur stórmarkaða á Íslandi. Höfundur er einn eigenda Heilagrar Maríu við Laugaveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
María Hjálmtýsdóttir skrifar um vörumerki Þann 23. mars sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Henrik Billger, forstjóra fyrirtækisins Santa Maria AB í Svíþjóð sem hann skrifaði vegna viðtals sem tekið var við mig í blaðinu nokkrum vikum fyrr. Í stuttu máli fjalla skrifin um kröfur fyrirtækis Henriks um að hætt verði að nota nafnið Santa María á veitingastað við Laugaveg 22a. Henrik hefur grein sína á því að lýsa því yfir að Íslendingar muni vinna sig út úr kreppunni (takk fyrir það). Í framhaldi af því útskýrir hann mikilvægi laga um vörumerki og hvernig vörumerki og viðskiptavild eru byggð upp. Því næst rekur hann í stuttu máli sögu fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir og áður en hann lýkur skrifum sínum á óskum um að íslenskum fyrirtækjum megi vegna vel erlendis (takk fyrir það líka), sakar hann mig um að ljúga. Herra Henrik er forstjóri stærsta kryddfyrirtækis Svíþjóðar sem m.a. selur vörur undir nafninu Santa Maria Tex-Mex. Fyrirtækið heitir Santa Maria AB. Þeir eiga nafnið skráð víðsvegar í Evrópu og hér á Íslandi eiga þeir skráningu í flokkum sem tengjast pakkamat, sósum, kryddi og þessháttar og við höfum engin áform um að hrufla við þeim rétti þeirra eða reyna að græða á viðskiptavild þeirra og orðstír í tengslum við Tex-Mex vörurnar. Það að eiga nafn og vörumerki skráð í ákveðnum flokkum útilokar ekki aðra frá því að mega skrá svipað nafn í öðrum flokkum svo lengi sem notkun á nafninu veldur ekki ruglingi. Ég á enn þá eftir að hitta einhvern sem hefur látið sér detta í hug að rugla veitingastaðnum á Laugavegi við krukkurnar og pakkana í Bónus og fleiri verslunum. Ég vona af öllu hjarta að enginn rugli þessu saman, enda liti ekki vel út fyrir okkur ef fólk teldi okkur byggja matseld okkar á tilbúnum Tex-Mex pakkamat sem hver sem er getur keypt úti í búð. Svo ég svari nú líka ásökun Henriks um að segja ekki satt og rétt frá langar mig í stuttu máli að rekja forsögu þessara deilna sem hér eiga sér stað. Í mars árið 2008 opnaði ég ásamt maka mínum lítinn veitingastað við Laugaveg. Nafnið Santa María – bístró, völdum við sem tilvísun í allar þær Maríur sem okkur tengjast, og eru þær ófáar mæður okkar, formæður og frænkur. Að auki er Santa María þjóðardýrlingur og verndari Mexíkana (eða Mexíkóa fyrir þá sem vilja) um allan heim. Okkur datt aldrei í hug nokkurskonar tenging við öll þau óteljandi fyrirtæki og staði um allan heim sem nota nafnið Santa María, nú eða skip Kólumbusar sem sigldi yfir höfin til að kaupa krydd og verða ríkur um leið og hann lagði undir sig ný lönd fyrir hönd spænska konungsríkisins og níddist á frumbyggjum Ameríku. Skipið Santa María, sem hét upphaflega La Gallega, sökk reyndar í fyrstu ferðinni, en það er önnur saga. Rúmu ári eftir að við opnuðum fengum við bréf frá lögmannsstofu þar sem okkur var bent á að Santa Maria AB ætti nafnið skráð í einhverjum vörumerkjaflokkum og að við fengjum vinsamlegast smá tíma til að vera svo væn að hætta allri notkun á nafninu. Henrik skrifar að haft hafi verið samband við okkur og að þeir hafi vænt þess að ábending þeirra leiðrétti misskilning. Þetta hljómar voða vingjarnlegt en mig langar að spyrja hann á móti hvers vegna þeir höfðu ekki bara samband við okkur sjálfir og ræddu þetta mál við okkur? Hver sigar hæstaréttarlögfræðingum á pínulítið fyrirtæki vegna misskilnings? Ef þið treystuð á samvinnu okkar og velvilja, hvers vegna var þá undirliggjandi hótun falin innanum illskiljanlegan lögfræðitexta í hverju einasta bréfi frá hinum hæstvirtu háfleygu lögfræðingum sem höfðu samband við okkur fyrir ykkar hönd? Ef þið eruð svona krúttlegt og umhverfisvænt smáfyrirtæki sem varð svo stærst og sterkast og þið viljið okkur sem erum enn þá og verðum vonandi alltaf lítil, virkilega vel, hvers vegna eigið þið ekki bara samskipti við okkur eins og eðlilegt fólk? Það sem við höfum gert síðan lagabréfin fóru að berast er að við höfum fjarlægt nafnið úr gluggum staðarins og lokað heimasíðunni vegna þess að í bréfunum má lesa að áframhaldandi notkun nafnsins muni koma okkur í koll. Svo fengum við nafnið skráð í flokki veitingahúsaþjónustu til að fá lagalegan flöt fyrir samskiptin, enda engin annarskonar samskipti í boði. Þeirri skráningu hefur nú verið andmælt með hafsjó af lagatilvísunum og í framhaldi af því höfum við ákveðið að gefast upp. Við erum því miður of lítil og veikburða til að standa í svona stappi. Kæri herra Henrik, af hverju hringdirðu ekki bara í mig og við hefðum getað leyst þetta á mannlegu nótunum? Eða týnast mannlegu nóturnar þegar smáfyrirtæki verða stór? Að lokum langar mig að þakka óskir Henriks um velgengni í því sem við erum að gera. Á sama hátt óskum við þeim velgengni í þjóðmenningarlega matarbransanum og vonum að þeir haldi áfram að vera stærstir og mestir og megi þeir áfram vera næstum einir um að prýða Tex-Mex hillur stórmarkaða á Íslandi. Höfundur er einn eigenda Heilagrar Maríu við Laugaveg.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun