Opið bréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra RÚV Bjarni Jónsson skrifar 12. nóvember 2010 11:22 Reykjavík 10. nóvember 2010 Undanfarið hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, orðið fyrir mikilli gagnrýni frá starfsmönnum Þjóðkirkjunnar í fjölmiðlum. Hefur sú gagnrýni meðal annars komið frá prestum og sjálfum biskupnum yfir Íslandi. Stjórn Siðmenntar fagnar allri málefnalegri umræðu um mannréttindi og ólíkar lífsskoðanir. Stjórn Siðmenntar vill þó gera alvarlegar athugasemdir við þau ósannindi sem hafa verið látin falla um félagið á vettvangi RÚV. Húmanistar hafa verið sakaðir um að vilja banna fræðslu um trúarbrögð í skólum, vilja banna jólaundirbúning og meira að segja hafa húmanistar verið sakaðir um að vilja banna öðru fólki að trúa og hafa sína lífsskoðun. Þetta eru allt meiðandi rangfærslur sem þarf að leiðrétta. Stjórn Siðmenntar telur algjörlega ólíðandi að prestar Þjóðkirkjunnar geta notað Ríkisútvarpið sem vettvang fyrir árásir sínar á húmanista og Siðmennt eða hvaða önnur félög á kostnað skattborgaranna. Sem dæmi má nefna útvarpsmessu sunnudaginn 7. nóvember þar sem Sr. Bára Friðriksdóttir fer, væntanlega vísvitandi (þar sem stefna Siðmenntar í þessum málum er skýr) með rangt mál þegar hún segir að húmanistar vilji banna kristnum að iðka trú sína!1 Í því sambandi vill Siðmennt sérstaklega taka fram að félagið berst fyrir rétti manna til að tjá sig og hafa sínar eigin lífsskoðanir og er málfrelsi þessa prests til að tjá trú sína engin undantekning þar á. Eitt megin markmið Siðmenntar er að tryggja trúfrelsi á Íslandi. Samkvæmt 11. gr. útvarpslaga um andsvarsrétt, á Siðmennt rétt á andsvari vegna þess að telja má að orðspor félagsins (húmanista) hafi „beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í útvarpsdagskrá"2. Siðmennt óskar því eftir að fá að veita andsvar á sambærilegum vettvangi. Fyrir hönd stjórnar Siðmenntar Bjarni Jónsson, varaformaður 1 Orðrétt hjá Sr. Báru: „..ég er ekki sátt þegar þeir [húmanistar] vilja banna mér og 90% þjóðarinnar að hafa mína lífsskoðun." Sjá upptöku á eftir að 26:55 mínútur eru liðnar af messunni. 2 http://www.althingi.is/lagas/138b/2000053.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Reykjavík 10. nóvember 2010 Undanfarið hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, orðið fyrir mikilli gagnrýni frá starfsmönnum Þjóðkirkjunnar í fjölmiðlum. Hefur sú gagnrýni meðal annars komið frá prestum og sjálfum biskupnum yfir Íslandi. Stjórn Siðmenntar fagnar allri málefnalegri umræðu um mannréttindi og ólíkar lífsskoðanir. Stjórn Siðmenntar vill þó gera alvarlegar athugasemdir við þau ósannindi sem hafa verið látin falla um félagið á vettvangi RÚV. Húmanistar hafa verið sakaðir um að vilja banna fræðslu um trúarbrögð í skólum, vilja banna jólaundirbúning og meira að segja hafa húmanistar verið sakaðir um að vilja banna öðru fólki að trúa og hafa sína lífsskoðun. Þetta eru allt meiðandi rangfærslur sem þarf að leiðrétta. Stjórn Siðmenntar telur algjörlega ólíðandi að prestar Þjóðkirkjunnar geta notað Ríkisútvarpið sem vettvang fyrir árásir sínar á húmanista og Siðmennt eða hvaða önnur félög á kostnað skattborgaranna. Sem dæmi má nefna útvarpsmessu sunnudaginn 7. nóvember þar sem Sr. Bára Friðriksdóttir fer, væntanlega vísvitandi (þar sem stefna Siðmenntar í þessum málum er skýr) með rangt mál þegar hún segir að húmanistar vilji banna kristnum að iðka trú sína!1 Í því sambandi vill Siðmennt sérstaklega taka fram að félagið berst fyrir rétti manna til að tjá sig og hafa sínar eigin lífsskoðanir og er málfrelsi þessa prests til að tjá trú sína engin undantekning þar á. Eitt megin markmið Siðmenntar er að tryggja trúfrelsi á Íslandi. Samkvæmt 11. gr. útvarpslaga um andsvarsrétt, á Siðmennt rétt á andsvari vegna þess að telja má að orðspor félagsins (húmanista) hafi „beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í útvarpsdagskrá"2. Siðmennt óskar því eftir að fá að veita andsvar á sambærilegum vettvangi. Fyrir hönd stjórnar Siðmenntar Bjarni Jónsson, varaformaður 1 Orðrétt hjá Sr. Báru: „..ég er ekki sátt þegar þeir [húmanistar] vilja banna mér og 90% þjóðarinnar að hafa mína lífsskoðun." Sjá upptöku á eftir að 26:55 mínútur eru liðnar af messunni. 2 http://www.althingi.is/lagas/138b/2000053.html
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun