Innlent

Hanna Birna íhugar að verða forseti borgarstjórnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, íhugar nú alvarlega að taka að sér embætti forseta borgarstjórnar, samkvæmt heimildum fréttastofu, en meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar bauð henni að taka að sér embættið og hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við minnihlutann í ýmsum málum.

Samkvæmt sömu heimildum telja Hanna Birna og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins það mikilvægt að ósk meirihlutans feli ekki aðeins í sér tilboð um embætti henni til handa heldur sé einnig um að ræða raunhæft tilboð um aukið samstarf á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar í samræmi við þær áherslur flokksins fyrir og eftir kosningar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×