Sagnfræðingur á villigötum Hjörleifur Guttormsson skrifar 12. nóvember 2010 06:00 Ég varð ekki lítið undrandi við lestur á grein Sverris Jakobssonar sagnfræðings í Fréttablaðinu 2. nóvember sl. undir fyrirsögninni Svik við málstaðinn? Þar tekur greinarhöfundur sér fyrir hendur að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009 þar sem flokkurinn var dreginn inn á spor umsóknar um aðild að Evrópusambandinu þvert á grundvallarstefnu sína. Í sjónvarpsumræðu 24. apríl 2009, kvöldið fyrir kosningar, útilokaði formaður VG að undirbúningur að umsókn um aðild að ESB myndi hefjast með þátttöku VG í kjölfar kosninganna. Samt velur sagnfræðingurinn að setja spurningarmerki aftan við fyrirsögn greinar sinnar og tekur sér síðan fyrir hendur að snúa út úr áskorun 100 félaga og stuðningsmanna flokksins til forystunnar. Hálfkveðnar vísur við stjórnarmyndunSamstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarflokkanna um Evrópumál er kynleg samsuða og til þess fallin að afvegaleiða þá sem afstöðu áttu að taka til stjórnarmyndunar. Þar er það gert að aðalatriði „að þjóðin muni greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum". Með því orðalagi er látið svo sem aðildarsamningur hljóti að verða niðurstaðan. Í framhaldi af þessu segir: „Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga ..." Hér er boðuð spánný samningatækni, samningur skal það verða, þótt stjórnvöld hafi við hann ýmsa fyrirvara út frá meginhagsmunum landsmanna, rétt eins og einhverjir aðrir en ríkisstjórnin eigi að bera ábyrgð á niðurstöðunni. En aðal tálbeitan gagnvart flokksráði VG fólst í því að það væri utanríkisráðherra, en ekki ríkisstjórnin sem legði tillögu um aðildarumsóknina fyrir Alþingi og þingmenn flokksins væru því með öllu óbundnir af stuðningi við hana. Þegar tillagan kom svo fram nokkrum vikum síðar birtist hún ekki sem mál Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra heldur sem ríkisstjórnartillaga með óbeinni skuldbindingu um að tryggja yrði henni meirihluta. Um slíkan flutning mála gilda tvær ólíkar greinar í stjórnarskrá, þ.e. 55. grein um málefni sem einstakir þingmenn eða ráðherrar leggja fram, en um stjórnartillögur á við 25. grein stjórnarskrárinnar þar sem áskilið er samþykki forseta lýðveldisins fyrir framlagningu. Hér var því forsendum snúið á haus strax á fyrstu vikum stjórnarsamstarfsins, andstætt því sem Sverrir fullyrðir í grein sinni. Fullyrðingar sem ekki standastSverrir fullyrðir í grein sinni að „aðlögunarferli" sem fyrst var kynnt utanríkismálanefnd Alþingis með minnisblaði 25. ágúst sl. sé ekki nýtt af nálinni „heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum". Jafnframt staðhæfir hann ranglega að Noregur hafi tvívegis farið í gegnum „slíka aðlögun" án þess að ganga í Evrópusambandið. Hér er sagnfræðingurinn að andmæla áskorun 100-menninganna en í henni er bent á að forsendur hafi breyst í grundvallaratriðum frá því aðildarumsókn var ákveðin. Orðrétt segir í áskoruninni: „Umsóknin snýst ekki lengur um að kanna hvað í boði er af hálfu ESB, eins og áður var látið í veðri vaka, heldur er nú að hefjast flókið ferli aðlögunar að regluverki og stofnanakerfi ESB með milljarða fjáraustri frá Brussel. Slíkar greiðslur frá Evrópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðisleg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar." Gjörbreytt ferliSkrif Sverris bera þess ekki vott að hann hafi fylgst mikið með þróun ESB og vinnubrögðum við stækkun sambandsins síðustu tvo áratugi. Þegar þrjú Norðurlönd sóttu um aðild að ESB var þess gætt að ESB blandaði sér þar á engan hátt í umræðuna innanlands í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er öldin önnur. Ríki sem urðu aðilar að ESB á árunum 2004 og 2007 fengu í aðdraganda svonefnda sérfræðiráðgjöf og fjárhagsstyrki frá Brussel og árið 2006 var þessi íhlutun sameinuð undir einni áætlun eða sjóði sem nefnist Instrument of Pre-Accession Assistance, skammstafað IPA. Á því byggir sú aðlögun sem andmælt er í áskoruninni og bæði fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segjast hafna. Væntanlega mun það sama ekki aðeins gilda um öll ráðuneyti á vegum VG heldur ríkisstjórnina sem heild. Slíkt er prófsteinn á hvort virða eigi lágmarks leikreglur í samskiptum Íslands og ESB áður en lengra er haldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég varð ekki lítið undrandi við lestur á grein Sverris Jakobssonar sagnfræðings í Fréttablaðinu 2. nóvember sl. undir fyrirsögninni Svik við málstaðinn? Þar tekur greinarhöfundur sér fyrir hendur að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009 þar sem flokkurinn var dreginn inn á spor umsóknar um aðild að Evrópusambandinu þvert á grundvallarstefnu sína. Í sjónvarpsumræðu 24. apríl 2009, kvöldið fyrir kosningar, útilokaði formaður VG að undirbúningur að umsókn um aðild að ESB myndi hefjast með þátttöku VG í kjölfar kosninganna. Samt velur sagnfræðingurinn að setja spurningarmerki aftan við fyrirsögn greinar sinnar og tekur sér síðan fyrir hendur að snúa út úr áskorun 100 félaga og stuðningsmanna flokksins til forystunnar. Hálfkveðnar vísur við stjórnarmyndunSamstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarflokkanna um Evrópumál er kynleg samsuða og til þess fallin að afvegaleiða þá sem afstöðu áttu að taka til stjórnarmyndunar. Þar er það gert að aðalatriði „að þjóðin muni greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum". Með því orðalagi er látið svo sem aðildarsamningur hljóti að verða niðurstaðan. Í framhaldi af þessu segir: „Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga ..." Hér er boðuð spánný samningatækni, samningur skal það verða, þótt stjórnvöld hafi við hann ýmsa fyrirvara út frá meginhagsmunum landsmanna, rétt eins og einhverjir aðrir en ríkisstjórnin eigi að bera ábyrgð á niðurstöðunni. En aðal tálbeitan gagnvart flokksráði VG fólst í því að það væri utanríkisráðherra, en ekki ríkisstjórnin sem legði tillögu um aðildarumsóknina fyrir Alþingi og þingmenn flokksins væru því með öllu óbundnir af stuðningi við hana. Þegar tillagan kom svo fram nokkrum vikum síðar birtist hún ekki sem mál Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra heldur sem ríkisstjórnartillaga með óbeinni skuldbindingu um að tryggja yrði henni meirihluta. Um slíkan flutning mála gilda tvær ólíkar greinar í stjórnarskrá, þ.e. 55. grein um málefni sem einstakir þingmenn eða ráðherrar leggja fram, en um stjórnartillögur á við 25. grein stjórnarskrárinnar þar sem áskilið er samþykki forseta lýðveldisins fyrir framlagningu. Hér var því forsendum snúið á haus strax á fyrstu vikum stjórnarsamstarfsins, andstætt því sem Sverrir fullyrðir í grein sinni. Fullyrðingar sem ekki standastSverrir fullyrðir í grein sinni að „aðlögunarferli" sem fyrst var kynnt utanríkismálanefnd Alþingis með minnisblaði 25. ágúst sl. sé ekki nýtt af nálinni „heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum". Jafnframt staðhæfir hann ranglega að Noregur hafi tvívegis farið í gegnum „slíka aðlögun" án þess að ganga í Evrópusambandið. Hér er sagnfræðingurinn að andmæla áskorun 100-menninganna en í henni er bent á að forsendur hafi breyst í grundvallaratriðum frá því aðildarumsókn var ákveðin. Orðrétt segir í áskoruninni: „Umsóknin snýst ekki lengur um að kanna hvað í boði er af hálfu ESB, eins og áður var látið í veðri vaka, heldur er nú að hefjast flókið ferli aðlögunar að regluverki og stofnanakerfi ESB með milljarða fjáraustri frá Brussel. Slíkar greiðslur frá Evrópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðisleg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar." Gjörbreytt ferliSkrif Sverris bera þess ekki vott að hann hafi fylgst mikið með þróun ESB og vinnubrögðum við stækkun sambandsins síðustu tvo áratugi. Þegar þrjú Norðurlönd sóttu um aðild að ESB var þess gætt að ESB blandaði sér þar á engan hátt í umræðuna innanlands í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er öldin önnur. Ríki sem urðu aðilar að ESB á árunum 2004 og 2007 fengu í aðdraganda svonefnda sérfræðiráðgjöf og fjárhagsstyrki frá Brussel og árið 2006 var þessi íhlutun sameinuð undir einni áætlun eða sjóði sem nefnist Instrument of Pre-Accession Assistance, skammstafað IPA. Á því byggir sú aðlögun sem andmælt er í áskoruninni og bæði fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segjast hafna. Væntanlega mun það sama ekki aðeins gilda um öll ráðuneyti á vegum VG heldur ríkisstjórnina sem heild. Slíkt er prófsteinn á hvort virða eigi lágmarks leikreglur í samskiptum Íslands og ESB áður en lengra er haldið.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun