Innlent

Kom að þjófum í íbúð sinni

Og klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar að kona í Kópavogi kom heim úr vinnu voru þrír menn inn í íbúðinni hennar.

Þeir voru að safna saman verðmætum úr íbúðinni og þegar þeir urðu varir við heimkomu konunnar hlupu þeir á brott án þýfisins. Einn fór út um aðaldyrnar og tveir út um svaladyrnar.

Þeir náðust ekki og er málið í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×