Erlent

Nick Clegg segir Brown vera að fara á taugum

Gordon Brown er að fara á taugum.
Gordon Brown er að fara á taugum.

Gordon Brown forsætisráðherra virðist nú vera farinn að stíga í vænginn við frjálslynda demókrata en þeir hafa verið að bæta við sig fylgi í Bretlandi eftir góða frammistöðu Nicks Clegg í sjónvarpskappræðum á dögunum.

Staðan fyrir kosningar í Bretlandi er sú að sjaldan hafa verið eins miklar líkur á stjórnarkreppu eða myndun samsteypustjórnar. Í viðtali við dagblaðið Independent sagði Brown að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir ættu margt sameiginlegt á meðan hann útilokaði samstarf við Íhaldsmenn.

Clegg gaf þó lítið fyrir ummælin og kallaði Brown örvæntingarfullan stjórnmálamann sem ekki væri hægt að trúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×