Össur styrkir tengslin við Rússland 2. nóvember 2010 11:53 Össur og Lavrov á góðri stundu Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund ásamt sendinefnd með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og sjö manna fylgdarliði. Fundurinn fór fram í Osló. Á fundinum lýstu báðir ráðherrarnir eindregnum vilja til að efla samstarf Rússlands og Íslands á ýmsum sviðum, og lögðu sérstaka áherslu á orkumál og samvinnu um málefni Norðurslóða. Utanríkisráðherra lýsti þeirri afstöðu Íslands að Ísland bæri að skoða sem strandríki, þar sem umtalsverður hluti af efnahagslögsögu þess liggur norðan heimskautsbaugs. Hann lýsti andstöðu Íslands við að tiltekin ríki, þ.e.a.s. Kanada, Bandaríkin, Rússland, Noregur og Danmörk, héldu sérstaka fundi um norðurslóðir utan Norðurskautsráðsins. Ráðherrarnir voru sammála um að styrkja bæri Norðurskautsráðið sem vettvang fyrir málefni norðurslóða. Utanríkisráðherrarnir ræddu jafnframt ítarlega undirbúning samnings um nútímavæðingu samskipta ríkjanna. Báðir lögðu þeir Sergei Lavrov og Össur Skarphéðinsson áherslu á samvinnu á sviði jarðhitavinnslu, sérstaklega í svæðum einsog Kamtsjatka, þar sem mikinn jarðhita er að vinna. Pútín forsætisráðherra lagði í síðustu viku blessun sína yfir samvinnuverkefni sem er í mótun milli íslenskra og rússneskra aðila um virkjun jarðhita í stórum stíl á Kamtsjatka en málið hafði verið rætt ítarlega í heimsókn Sergeis Shmatko orkumálaráðherra Rússlands til Íslands í síðasta mánuði. Á fundinum í dag lagði utanríkisráðherra Rússlands jafnframt áherslu á að önnur svæði í Rússlandi hefðu áhuga á íslenskri tækni á þessu sviði. Ráðherrarnir voru sammála um að samvinna ríkjanna í jarðhitamálum í framtíðinni gæti einnig náð til þriðju ríkja. Össur Skarphéðinsson tók upp möguleg viðskipti með þjónustu sem tengist loftferðum, sem Rússar hafa vaxandi þörf fyrir, og íslensk fyrirtæki gætu sinnt. Var ákveðið að embættismenn könnuðu möguleika á þessu sviði nánar hið fyrsta. Íslenski ráðherrann ræddi einnig samning við Rússland um ættleiðingar, sem hefur verið í undirbúningi milli ríkjanna, og tók rússneski starfsbróðir hans vel í það, og taldi mögulegt að gera slíkan samning að formsatriðum og tæknilegum skilyrðum uppfylltum. Þá ræddu ráðherrarnir samskipti Atlantshafsbandalagsins og Rússa. Utanríkisráðherra ítrekaði það sjónarmið Íslands, sem áður hefur komið fram opinberlega, að jákvætt væri í þágu öryggissjónarmiða að samskiptin yrðu sem mest. Ráðherrarnir ræddu stuttlega um aðild Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni en viðræðum um inngöngu þeirra hefur verið stýrt af Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund ásamt sendinefnd með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og sjö manna fylgdarliði. Fundurinn fór fram í Osló. Á fundinum lýstu báðir ráðherrarnir eindregnum vilja til að efla samstarf Rússlands og Íslands á ýmsum sviðum, og lögðu sérstaka áherslu á orkumál og samvinnu um málefni Norðurslóða. Utanríkisráðherra lýsti þeirri afstöðu Íslands að Ísland bæri að skoða sem strandríki, þar sem umtalsverður hluti af efnahagslögsögu þess liggur norðan heimskautsbaugs. Hann lýsti andstöðu Íslands við að tiltekin ríki, þ.e.a.s. Kanada, Bandaríkin, Rússland, Noregur og Danmörk, héldu sérstaka fundi um norðurslóðir utan Norðurskautsráðsins. Ráðherrarnir voru sammála um að styrkja bæri Norðurskautsráðið sem vettvang fyrir málefni norðurslóða. Utanríkisráðherrarnir ræddu jafnframt ítarlega undirbúning samnings um nútímavæðingu samskipta ríkjanna. Báðir lögðu þeir Sergei Lavrov og Össur Skarphéðinsson áherslu á samvinnu á sviði jarðhitavinnslu, sérstaklega í svæðum einsog Kamtsjatka, þar sem mikinn jarðhita er að vinna. Pútín forsætisráðherra lagði í síðustu viku blessun sína yfir samvinnuverkefni sem er í mótun milli íslenskra og rússneskra aðila um virkjun jarðhita í stórum stíl á Kamtsjatka en málið hafði verið rætt ítarlega í heimsókn Sergeis Shmatko orkumálaráðherra Rússlands til Íslands í síðasta mánuði. Á fundinum í dag lagði utanríkisráðherra Rússlands jafnframt áherslu á að önnur svæði í Rússlandi hefðu áhuga á íslenskri tækni á þessu sviði. Ráðherrarnir voru sammála um að samvinna ríkjanna í jarðhitamálum í framtíðinni gæti einnig náð til þriðju ríkja. Össur Skarphéðinsson tók upp möguleg viðskipti með þjónustu sem tengist loftferðum, sem Rússar hafa vaxandi þörf fyrir, og íslensk fyrirtæki gætu sinnt. Var ákveðið að embættismenn könnuðu möguleika á þessu sviði nánar hið fyrsta. Íslenski ráðherrann ræddi einnig samning við Rússland um ættleiðingar, sem hefur verið í undirbúningi milli ríkjanna, og tók rússneski starfsbróðir hans vel í það, og taldi mögulegt að gera slíkan samning að formsatriðum og tæknilegum skilyrðum uppfylltum. Þá ræddu ráðherrarnir samskipti Atlantshafsbandalagsins og Rússa. Utanríkisráðherra ítrekaði það sjónarmið Íslands, sem áður hefur komið fram opinberlega, að jákvætt væri í þágu öryggissjónarmiða að samskiptin yrðu sem mest. Ráðherrarnir ræddu stuttlega um aðild Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni en viðræðum um inngöngu þeirra hefur verið stýrt af Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira