Suede aftur í sviðsljósið 28. október 2010 06:00 suede 2010 Brett Anderson, Neil Codling, Simon Gilbert, Richard Oakes og Mat Osman úr Suede á Q-verðlaunahátíðinni þar sem þeir fengu innblástursverðlaun. nordicphotos/getty Hljómsveitin Suede er lögð af stað í stutta tónleikaferð eftir að hafa legið í dvala í sjö ár. Tilefnið er ný safnplata, The Best of Suede. Enska hljómsveitin Suede kom nýverið saman eftir sjö ára hlé, mörgum tónlistarunnendum til mikillar ánægju. Tilefnið er ný tveggja diska safnplata sem kemur út 1. nóvember og nefnist einfaldlega The Best of Suede. Þar eru öll smáskífulög sveitarinnar í endurhljóðblandaðri útgáfu, B-hliðarlög og annað efni. Hljómsveitin er nýlögð af stað í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir og verða lokatónleikarnir í O2-höllinni í London 7. desember. Söngvarinn Brett Anderson segir það óvíst hvort sveitin haldi áfram eftir það. „Við erum ekki með neinar langtímaáætlanir,“ sagði hann. Spurður hvort ný plata væri á leiðinni sagði söngvarinn: „Ég held að enginn af okkur viti hvort við munum gera nýja plötu. Við yrðum að vera sannfærðir um að hún yrði frábær. Annars myndum við sleppa því. Það þarf að vera eitthvað sérstakt sem rekur okkur í að gera plötu.“ Suede hefur verið nefnd sem sú hljómsveit sem kom Britpop-bylgjunni af stað og hefur fyrir vikið verið talin ein áhrifamesta enska rokksveit tíunda áratugarins. Fyrsta plata hennar, Suede, kom út árið 1993 og átti heldur betur eftir að slá í gegn. Hún fór beint á topp breska vinsældalistans og hafði fyrsta plata hljómsveitar ekki selst jafnhratt í tæpan áratug. Velgengnin hélt áfram því platan hlaut einnig hin virtu Mercury-verðlaun, enda var þar að finna flott lög á borð við Animal Nitrate og So Young. Næsta plata Suede, Dog Man Star, kom út ári síðar og fékk fínar viðtökur. Hún er af mörgum talin meistarastykki sveitarinnar en brotthvarf gítarleikarans Bernards Butler rétt áður en platan kom út skyggði á verkið. Nýr gítarleikari, Richard Oakes, tók við af Butler og árið 1996 kom út Coming Up, sem varð til þess að vinsældir Suede jukust gífurlega víða um heim. Fimm lög komust í efsta sæti breska smáskífulistans og platan varð sú söluhæsta í sögu hljómsveitarinnar. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Hljómsveitin Suede er lögð af stað í stutta tónleikaferð eftir að hafa legið í dvala í sjö ár. Tilefnið er ný safnplata, The Best of Suede. Enska hljómsveitin Suede kom nýverið saman eftir sjö ára hlé, mörgum tónlistarunnendum til mikillar ánægju. Tilefnið er ný tveggja diska safnplata sem kemur út 1. nóvember og nefnist einfaldlega The Best of Suede. Þar eru öll smáskífulög sveitarinnar í endurhljóðblandaðri útgáfu, B-hliðarlög og annað efni. Hljómsveitin er nýlögð af stað í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir og verða lokatónleikarnir í O2-höllinni í London 7. desember. Söngvarinn Brett Anderson segir það óvíst hvort sveitin haldi áfram eftir það. „Við erum ekki með neinar langtímaáætlanir,“ sagði hann. Spurður hvort ný plata væri á leiðinni sagði söngvarinn: „Ég held að enginn af okkur viti hvort við munum gera nýja plötu. Við yrðum að vera sannfærðir um að hún yrði frábær. Annars myndum við sleppa því. Það þarf að vera eitthvað sérstakt sem rekur okkur í að gera plötu.“ Suede hefur verið nefnd sem sú hljómsveit sem kom Britpop-bylgjunni af stað og hefur fyrir vikið verið talin ein áhrifamesta enska rokksveit tíunda áratugarins. Fyrsta plata hennar, Suede, kom út árið 1993 og átti heldur betur eftir að slá í gegn. Hún fór beint á topp breska vinsældalistans og hafði fyrsta plata hljómsveitar ekki selst jafnhratt í tæpan áratug. Velgengnin hélt áfram því platan hlaut einnig hin virtu Mercury-verðlaun, enda var þar að finna flott lög á borð við Animal Nitrate og So Young. Næsta plata Suede, Dog Man Star, kom út ári síðar og fékk fínar viðtökur. Hún er af mörgum talin meistarastykki sveitarinnar en brotthvarf gítarleikarans Bernards Butler rétt áður en platan kom út skyggði á verkið. Nýr gítarleikari, Richard Oakes, tók við af Butler og árið 1996 kom út Coming Up, sem varð til þess að vinsældir Suede jukust gífurlega víða um heim. Fimm lög komust í efsta sæti breska smáskífulistans og platan varð sú söluhæsta í sögu hljómsveitarinnar.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira