Innlent

Veiði smábáta 76 þúsund tonn

Sirrý ÍS
Aflahæsti báturinn í fyrra með vel á annað þúsund tonn.
mynd/jenný
Sirrý ÍS Aflahæsti báturinn í fyrra með vel á annað þúsund tonn. mynd/jenný
Afli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 75.966 tonn. Það er 2.500 tonna aukning á milli ára. Verðmæti upp úr sjó sló fyrri met, 19,1 milljarður króna sem jafngildir útflutningsverðmætum upp á rúma 38 milljarða, að því kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Af heildaraflanum var um helmingur þorskur sem jafngildir 22,8 prósentum af heildar þorskaflanum. Ýsuafli smábáta varð 16.923 tonn sem er 24,7 prósent af ýsuaflanum á fiskveiðiárinu. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×