Innlent

Ekki hægt að fresta 17. júní eins og Kastró frestaði jólunum

Steingrímur J. Sigfússon segist ekki geta frestað 17 júní eins og Kastró frestaði jólunum.
Steingrímur J. Sigfússon segist ekki geta frestað 17 júní eins og Kastró frestaði jólunum.

„Við munum ekki fresta 17. júní þó ónefndur maður hafi frestað jólunum. Það er ekki á mínu verksviði að fá ESB til þess að breyta sínu fundarplani," svaraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvatti hann til þess að beita sér gegn því að aðildarviðræður yrðu ákveðnar 17. júní, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.

Vitnaði Steingrímur þar í forseta Kúbu, Kastró, sem varð frægur fyrir að seinka jólunum á síðustu öld.

Sjálf sagði Unnur Brá að það væri niðurlægjandi fyrir íslenska þjóð að ákvörðun um aðildarviðræður Íslands við ESB yrði tekin 17. júní næstkomandi. En það er eru aðildarríki ESB sem greiða atkvæði um það á þjóðhátíðardeginum.

Steingrímur benti Unni á að utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson, og að hann væri hugsanlega til í þennan leiðangur með henni.

Unnur Brá benti einnig á versnandi efnahagsástand í Evrópu og að stöðugleikinn sem margir stuðningsmenn ESB vilja meina að fylgi evrunni gæti verið í uppnámi.

Steingrímur sagðist hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Evrópu, þá einnig vegna þess að hagvöxtur hér á landi tengist að mörgu leytinu til ástandinu í Evrópu auk þess sem Ísland á mestmegnis viðskipti við Evrópu.

Hann varaði svo menn við, sem eru andvígir ESB, um að fyllast þórðargleði vegna versnandi efnahagsástands í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×