Hláturvísindi eru ekkert gamanmál 7. apríl 2010 05:00 Bill Clinton og Boris Jeltsín á góðri stund. MYND:Nordic Photos/AFP Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala. Enginn þarf að kenna okkur að hlæja. Við byrjum bara að hlæja, stundum ósjálfrátt og jafnvel gegn vilja okkar. Kannski kemur það á óvart að einungis í tíu til fimmtán prósent tilvika sprettur hláturinn af því að einhver hafi sagt eitthvað fyndið. Þetta fullyrðir þó taugasérfræðingurinn Robert Provine, sem hefur áratugum saman rannsakað hlátur. Hann segir hlátur sjaldnast vera viðbrögð við brandara, heldur viðbrögð manna í félagslegum aðstæðum. „Hlátur er fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri," segir hann. „Forsenda hláturs er önnur manneskja." Provine er prófessor við háskólann í Maryland. Hann segist hafa krufið hláturinn og komist að kjarna hans. „Allir tungumálahópar hlæja „ha ha ha" nokkurn veginn eins," segir hann. „Hvort sem menn tala mandarín-kínversku, frönsku eða ensku, þá skilja allir hlátur. Það er ákveðinn mynsturgjafi í heilanum sem framleiðir þetta hljóð." Hvert „ha" tekur um það bil fimmtánda part úr sekúndu. Ef menn hlæja hægar eða hraðar en það, þá hljómar það ekki eins og hlátur. Heyrnarlausir hlæja án þess að heyra og fólk í síma hlær án þess að sjá, segir Provine, og vill með þessu sýna fram á að hlátur er ekki byggður á einu skilningarviti heldur á félagslegum samskiptum. Hláturinn er ekki heldur bundinn við manneskjur, því simpansar kitla hver annan og hlæja meira að segja þótt annar simpansi þykist bara kitla þá. „Einmitt það kemur sterklega til greina sem elsti brandarinn," segir Provine. „Platkitlið, það er virkilega frumstæður húmor." Annar hláturfræðingur, Jaak Panksepp, sálfræðiprófessor við Bowling Green-háskólann, hefur einnig rannsakað rottur sem hlæja þegar hann kitlar þær. Og þeim finnst það greinilega skemmtilegt því þær koma aftur og aftur til prófessorsins þegar hann kitlar þær. Með því að rannsaka rottur hefur vísindamönnunum tekist að átta sig á því hvað gerist í heilanum þegar við hlæjum. Hláturinn framkallar í heilanum efni sem dregur úr áhyggjum og þunglyndi. „Þetta snýst um ánægjuna, jákvæða þátttöku í lífinu," segir Panksepp. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala. Enginn þarf að kenna okkur að hlæja. Við byrjum bara að hlæja, stundum ósjálfrátt og jafnvel gegn vilja okkar. Kannski kemur það á óvart að einungis í tíu til fimmtán prósent tilvika sprettur hláturinn af því að einhver hafi sagt eitthvað fyndið. Þetta fullyrðir þó taugasérfræðingurinn Robert Provine, sem hefur áratugum saman rannsakað hlátur. Hann segir hlátur sjaldnast vera viðbrögð við brandara, heldur viðbrögð manna í félagslegum aðstæðum. „Hlátur er fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri," segir hann. „Forsenda hláturs er önnur manneskja." Provine er prófessor við háskólann í Maryland. Hann segist hafa krufið hláturinn og komist að kjarna hans. „Allir tungumálahópar hlæja „ha ha ha" nokkurn veginn eins," segir hann. „Hvort sem menn tala mandarín-kínversku, frönsku eða ensku, þá skilja allir hlátur. Það er ákveðinn mynsturgjafi í heilanum sem framleiðir þetta hljóð." Hvert „ha" tekur um það bil fimmtánda part úr sekúndu. Ef menn hlæja hægar eða hraðar en það, þá hljómar það ekki eins og hlátur. Heyrnarlausir hlæja án þess að heyra og fólk í síma hlær án þess að sjá, segir Provine, og vill með þessu sýna fram á að hlátur er ekki byggður á einu skilningarviti heldur á félagslegum samskiptum. Hláturinn er ekki heldur bundinn við manneskjur, því simpansar kitla hver annan og hlæja meira að segja þótt annar simpansi þykist bara kitla þá. „Einmitt það kemur sterklega til greina sem elsti brandarinn," segir Provine. „Platkitlið, það er virkilega frumstæður húmor." Annar hláturfræðingur, Jaak Panksepp, sálfræðiprófessor við Bowling Green-háskólann, hefur einnig rannsakað rottur sem hlæja þegar hann kitlar þær. Og þeim finnst það greinilega skemmtilegt því þær koma aftur og aftur til prófessorsins þegar hann kitlar þær. Með því að rannsaka rottur hefur vísindamönnunum tekist að átta sig á því hvað gerist í heilanum þegar við hlæjum. Hláturinn framkallar í heilanum efni sem dregur úr áhyggjum og þunglyndi. „Þetta snýst um ánægjuna, jákvæða þátttöku í lífinu," segir Panksepp. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira