Rómeóbylgjan hefst á þriðjudag 9. maí 2010 17:30 Úr Rómeó og Júlíu Vesturports 2002: Nína Dögg sem Júlía og Ólafur Darri sem fóstran. Tólf sýningar verða í boði á næstu vikum á hinum sígilda sjónleik Williams Shakespeare, Rómeó og Júlíu, í Borgarleikhúsinu. Vesturport er enn eina ferðina að rifja upp sviðsetningu sína sem farið hefur víða um lönd og var í tvígang á fjölunum í London eftir að hafa notið mikilla vinsælda hér heima á Litla sviði Borgarleikhússins 2002. Er þetta sú leiksýning íslensk sem átt hefur lengstu lífi að fagna. Nú verður hún endurlífguð á Stóra sviðinu og er hluti af áskriftarsýningum hússins frá liðnu hausti. Hallgrímur Helgason þýddi verkið að nýju þegar Vesturport undir leikstjórn þeirra Gísla Arnar Garðarssonar og Agnars Jóns Egilssonar setti sýninguna á svið. Katrín Hall sá um dansa en Börkur Jónsson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sáu um útlit leikmyndar og búninga. Sýningar hefjast 11. maí. Önnur sviðsetning á sama verki verður í samstarfi Borgarleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík boðin áhugasömum gestum, en það er tíu ára gömul sviðsetning sem hefur farið víða á þeim áratug: Leikstjóri er Oskar Korsunovas og verða sýningar tvær: 14. og 15. maí. Kostunovas er einn besti leikstjóri heimsins í dag. Þessi uppsetning hefur ferðast um heiminn undanfarin tíu ár og er því ferðalagi langt frá því lokið. Í þessari uppsetningu berjast ættir tvær í bakaríum sem þær reka hvor um sig. Kraftur, húmor og magnað sjónarspil einkenna sýninguna. Oskaras er einn fremsti leikstjóri Evrópu en hann hefur verið ráðinn til að leikstýra jólasýningu Borgarleikhússins 2010 en það er Ofviðrið eftir Shakespeare. Heitið var þriðju sýningunni í haust í kynningarherferð Borgarleikhússins á þessu kunna verki í sviðsetningu Þorleifs Arnarssonar frá St. Gallen í Sviss en ekki bólar á henni og er vísast um að kenna kreppunni. Græna ljósið hleypur undir og sýnir hina frábæru kvikmynd Baz Luhrmann eftir verkinu þar sem þau Leonardo DiCaprio og Clare Danes léku svo eftirminnilega þau Rómeó og Júlíu. Sýnt verður í Háskólabíó 20. og 21. maí kl. 20.- pbb Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Tólf sýningar verða í boði á næstu vikum á hinum sígilda sjónleik Williams Shakespeare, Rómeó og Júlíu, í Borgarleikhúsinu. Vesturport er enn eina ferðina að rifja upp sviðsetningu sína sem farið hefur víða um lönd og var í tvígang á fjölunum í London eftir að hafa notið mikilla vinsælda hér heima á Litla sviði Borgarleikhússins 2002. Er þetta sú leiksýning íslensk sem átt hefur lengstu lífi að fagna. Nú verður hún endurlífguð á Stóra sviðinu og er hluti af áskriftarsýningum hússins frá liðnu hausti. Hallgrímur Helgason þýddi verkið að nýju þegar Vesturport undir leikstjórn þeirra Gísla Arnar Garðarssonar og Agnars Jóns Egilssonar setti sýninguna á svið. Katrín Hall sá um dansa en Börkur Jónsson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sáu um útlit leikmyndar og búninga. Sýningar hefjast 11. maí. Önnur sviðsetning á sama verki verður í samstarfi Borgarleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík boðin áhugasömum gestum, en það er tíu ára gömul sviðsetning sem hefur farið víða á þeim áratug: Leikstjóri er Oskar Korsunovas og verða sýningar tvær: 14. og 15. maí. Kostunovas er einn besti leikstjóri heimsins í dag. Þessi uppsetning hefur ferðast um heiminn undanfarin tíu ár og er því ferðalagi langt frá því lokið. Í þessari uppsetningu berjast ættir tvær í bakaríum sem þær reka hvor um sig. Kraftur, húmor og magnað sjónarspil einkenna sýninguna. Oskaras er einn fremsti leikstjóri Evrópu en hann hefur verið ráðinn til að leikstýra jólasýningu Borgarleikhússins 2010 en það er Ofviðrið eftir Shakespeare. Heitið var þriðju sýningunni í haust í kynningarherferð Borgarleikhússins á þessu kunna verki í sviðsetningu Þorleifs Arnarssonar frá St. Gallen í Sviss en ekki bólar á henni og er vísast um að kenna kreppunni. Græna ljósið hleypur undir og sýnir hina frábæru kvikmynd Baz Luhrmann eftir verkinu þar sem þau Leonardo DiCaprio og Clare Danes léku svo eftirminnilega þau Rómeó og Júlíu. Sýnt verður í Háskólabíó 20. og 21. maí kl. 20.- pbb
Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“