Lífið

Tvennir tónleikar á sjö árum

Hljómsveitin Kakali hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist The Cave. Á myndina vantar Árna Guðjónsson sem býr í Noregi. Hann lítur alveg eins út og Daði tvíburabróðir hans, sem er annar frá hægri á myndinni. Fréttablaðið/Stefán
Hljómsveitin Kakali hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist The Cave. Á myndina vantar Árna Guðjónsson sem býr í Noregi. Hann lítur alveg eins út og Daði tvíburabróðir hans, sem er annar frá hægri á myndinni. Fréttablaðið/Stefán

Hljómsveitin Kakali hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist The Cave.

Kakali var stofnuð í Reykjavík 2003 af tvíburunum Árna og Daða Guðjónssonum og Kristjáni Árna Kristjánssyni. Bassaleikarinn Þorsteinn Hermannsson gekk svo til liðs við sveitina fyrir skömmu, auk þess sem Guðmundur Stefán Þorvaldsson og Jón Geir Jóhannsson hafa spilað með henni.

Þrátt fyrir að hafa starfað í sjö ár spilaði hún á sínum fyrstu tónleikum um síðustu helgi á Sódómu Reykjavík. Tónleikar númer tvö voru síðan haldnir á skemmtistaðnum Dillon á föstudagskvöld. Ástæðan fyrir þessum örfáu tónleikum er sú að hljómsveitarmeðlimir hafa búið sitt á hvað, bæði hér heima og erlendis, og aldrei náð að hella sér út í tónleikahald.

„Við erum búnir að taka upp plötuna í bútum í gegnum árin, mest í október síðastliðnum,“ segir Kristján Árni, sem er söngvari og gítarleikari sveitarinnar. „Við erum búnir að vera að taka upp á milli landa en núna erum við tilbúnir. Við ætlum að drífa í að gefa út plötuna og spila eins og vitleysingar.“

The Cave, sem hefur að geyma indírokk á ensku, er komin út á síðunni Gogoyoko.com og á Kakali.bandcamp.com. Um næstu mánaðamót kemur hún síðan út á geisladiski. Útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir um næstu mánaðamót. Þeir sem vilja fylgjast nánar með hljómsveitinni geta kíkt á Kakali.is eða á Facebook-síðu hennar. freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.