Lífið

Chelsea-hetjur stofna hljómsveit

Didier Drogba og Florent Malouda hafa stofnað hljómsveit og vonast til þess að John Terry eða Joe Cole taki í hljóðnemann með þeim.
Didier Drogba og Florent Malouda hafa stofnað hljómsveit og vonast til þess að John Terry eða Joe Cole taki í hljóðnemann með þeim.

Fótboltahetjurnar Didier Drogba og Florent Malouda úr Chelsea hafa stofnað hljómsveit. Malouda spilar á trommur en Drogba spilar á bassa sem hann fékk gefins frá Wyclef Jean.

Malouda sagði í viðtali við breska fjölmiðla að hann vildi að John Terry eða Joe Cole myndu syngja. „Við erum rétt að byrja að reyna að gera eitthvað sérstakt,“ sagði hann. Hljómsveitin Coldplay veitir fótboltahetjunum innblástur, en Malouda missti nánast vatnið þegar hann sá hana á Wembley.

„Tónleikarnir voru á meðal þeirra bestu sem ég hef á ævi minni séð!“ sagði hann.

Hljómsveitin er ekki enn þá komin með nafn, enda aðeins í startholunum. Fréttablaðinu er þó ljúft og skylt að upplýsa þá, ef þeir eru að lesa þetta, að nöfnin Blue Man Group, Grand Popo Football Club og Football Studs eru öll frátekin. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.