Lífið

Mel B sættist við Eddie Murphy fyrir nýja þáttinn sinn

Hjónin Stephen Belafonte og Mel B eru framleiðendur þáttanna og bjóða því upp á sögulegar sættir við Eddie Murphy.
Hjónin Stephen Belafonte og Mel B eru framleiðendur þáttanna og bjóða því upp á sögulegar sættir við Eddie Murphy.
Kryddpían Mel B er nýjasta stjarnan til að samþykkja tökuliði að fylgja sér hvert fótmál og klippa saman raunveruleikaþátt úr því. Sjónvarpsstöðin Style Network samdi við Mel B um gerð tíu þátta og fara þeir í sýningar í Bandaríkjunum í haust.

Með henni í prógramminu verður eiginmaðurinn Stephen Belafonte og dæturnar Phoenix, sem er 11 ára, og Angel, sem er þriggja ára. Mel og Stephen gerðust síðan sjálf framleiðendur þáttanna.

Það vakti mikla athygli þegar Mel B mætti með fjölskylduna á frumsýningu nýju Shrek-myndarinnar í Los Angeles fyrr í vikunni. Faðir Angel litlu, Eddie Murphy, leikur í myndinni og bauð þeim þangað. Hann neitaði faðerninu á sínum tíma og hafa þau eldað grátt silfur síðan. Mel mætti síðast í febrúar í viðtal þar sem hún fór ófögrum orðum um framkomu Eddie en nú er búið að grafa stríðsaxirnar.

Á frumsýningunni sáust síðan tökuvélar frá Style Network og er talið að sáttirnar milli Eddie og Mel hafi verið keyrðar í gegn fyrir nýja þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.