Náttúruvernd og ferðaþjónusta Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. desember 2010 11:10 Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema. Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema. Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun