Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2010 10:04 Ari Kristinn Jónsson segist mótfallinn því að sameina fögin í einum skóla. Mynd/ Vilhelm. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. „Það er skiljanlegt að félag prófessora við ríkisháskóla setji fram þessa tillögu til að vernda sín störf en við verðum að horfa á miklu breiðari hagsmuni og í mínum huga væri það miklu betra að háskólafólk landsins sneri bökum saman til þess að vernda háskólamenntun," segir Ari. Hann segir að Íslendingar standi nágrannaþjóðunum langt að baki við fjármögnun háskólanáms. „Við erum með helmingi lægri upphæð á nemanda en Noregur til dæmis," segir Ari. Ari segir að ef fögin yrðu sameinuð í einum skóla myndi tapast það sem áunnist hafi í því að vera með þessi fög bæði í HR og HÍ. „Rannsóknir á tæknisviðum hafa til dæmis meira en tvöfaldast síðustu tíu árin og mikið áunnist," segir Ari. Hann bendir jafnframt á að Háskólinn í Reykjavík útskrifar 2/3 af háskólamenntuðu fólki í tæknifögum og helming af háskólamenntuðu fólki í viðskiptum. „Þannig að þetta er engin smá blóðtaka fyrir viðskiptalífið og atvinnulífið að missa þetta. Og það er mikil þörf á þessu fólki til framtíðar," segir Ari. Þá segir Ari að Félag prófessora í ríkisháskólum horfi ekkert til þeirrar rannsóknarstarfsemi sem fari fram í HR. „Þar er staðreyndin sú að HR stendur jafnfætis HÍ á þessum sviðum, í tækni viðskiptum og lögum - á mörgum sviðum reyndar framar," segir Ari. Hann bætir því við að enn sé mikil uppbygging í gangi og að það gæti orðið gríðarlegur skaði fyrir nýsköpun á Íslandi að leggja þetta starf af. Ari fullyrðir að kostnaður ríkisins við útskrifaða nemendur og kostnaður við rannsóknir sé minni í HR en í HÍ. „Ef það ætti að sameina þessi fög á einum stað, viðskipti, tækni og lög, að þá væri ef til vill fjárhagslega hagkvæmara að færa þau til HR," segir Ari. Hann telji þó að helst ætti ekki að fara leið sameiningar. Tengdar fréttir Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. „Það er skiljanlegt að félag prófessora við ríkisháskóla setji fram þessa tillögu til að vernda sín störf en við verðum að horfa á miklu breiðari hagsmuni og í mínum huga væri það miklu betra að háskólafólk landsins sneri bökum saman til þess að vernda háskólamenntun," segir Ari. Hann segir að Íslendingar standi nágrannaþjóðunum langt að baki við fjármögnun háskólanáms. „Við erum með helmingi lægri upphæð á nemanda en Noregur til dæmis," segir Ari. Ari segir að ef fögin yrðu sameinuð í einum skóla myndi tapast það sem áunnist hafi í því að vera með þessi fög bæði í HR og HÍ. „Rannsóknir á tæknisviðum hafa til dæmis meira en tvöfaldast síðustu tíu árin og mikið áunnist," segir Ari. Hann bendir jafnframt á að Háskólinn í Reykjavík útskrifar 2/3 af háskólamenntuðu fólki í tæknifögum og helming af háskólamenntuðu fólki í viðskiptum. „Þannig að þetta er engin smá blóðtaka fyrir viðskiptalífið og atvinnulífið að missa þetta. Og það er mikil þörf á þessu fólki til framtíðar," segir Ari. Þá segir Ari að Félag prófessora í ríkisháskólum horfi ekkert til þeirrar rannsóknarstarfsemi sem fari fram í HR. „Þar er staðreyndin sú að HR stendur jafnfætis HÍ á þessum sviðum, í tækni viðskiptum og lögum - á mörgum sviðum reyndar framar," segir Ari. Hann bætir því við að enn sé mikil uppbygging í gangi og að það gæti orðið gríðarlegur skaði fyrir nýsköpun á Íslandi að leggja þetta starf af. Ari fullyrðir að kostnaður ríkisins við útskrifaða nemendur og kostnaður við rannsóknir sé minni í HR en í HÍ. „Ef það ætti að sameina þessi fög á einum stað, viðskipti, tækni og lög, að þá væri ef til vill fjárhagslega hagkvæmara að færa þau til HR," segir Ari. Hann telji þó að helst ætti ekki að fara leið sameiningar.
Tengdar fréttir Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00