Lífið

Sienna öskraði á Jude og strunsaði út

Talið er að Sienna og Jude ætli að gifta sig í enskri sveitasælu nú í júní.
Talið er að Sienna og Jude ætli að gifta sig í enskri sveitasælu nú í júní.
„Þetta var bara eins og í gamla daga," sagði heimildarmaður breska dagblaðsins Daily Mail um rifrildi Jude Law og Siennu Miller í London.

Parið var að spila snóker á einkaklúbbnum Shoreditch House á miðvikudagskvöld þegar sauð upp úr með þvílíkum látum að það fór ekki framhjá öðrum gestum staðarins. Sienna tók þarna reiðikast á Jude sem svaraði henni fullum hálsi áður en hún strunsaði út. Í kjölfarið fór hann á barinn og spjallaði við fegurðardís sem féll auðvitað í stafi yfir kvikmyndastjörnunni.

Sienna sneri þá aftur og ekki mildaði spjallið við hina fegurðardísina ástandið. Þau sættust þó að lokum og héldu áfram að skemmta sér.

Sienna og Jude tóku aftur saman í haust og talið er að þau ætli að gifta sig í látlausri athöfn í nágrenni við sveitasetur Siennu í Englandi nú í júní. Síðan ætla þau víst að halda aðra athöfn í New York. Sienna er búin að biðja systur sína, Savannah, að sauma brúðarkjólinn á sig.


Tengdar fréttir

Jude og Sienna á leið í hnapphelduna?

Eitt af frægari framhjáhaldsmálum síðasta áratugs var þegar Jude Law hélt framhjá Siennu Miller með fóstru barna sinna árið 2005. Þau byrjuðu síðan aftur saman í haust og hafa verið nánast óskiljanleg síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.