Innlent

Lögreglan lýsir eftir Rihards

Rihards Jansons
Rihards Jansons
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rihards Jansons, sem fór frá heimili sínu um miðnætti á laugardagskvöldið þann 15 maí og hefur ekkert til hans spurst síðan. Rihards er um 184 cm á hæð, grannur, með skollitað hár og gráblá augu. Ekki er vitað um klæðnað. Þeir sem hafa orðið varir við eða vita um ferðir Rihards Jansons frá miðnætti 15 maí eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×