Aðeins einn bað um rökstuðning frá FME Erla Hlynsdóttir skrifar 14. desember 2010 10:16 Gunnar Þ. Andersen sagðí í upphafi að staðan hefði ekki verið búin til fyrir ákveðinn einstakling Einn umsækjandi um starf sviðsstjóra rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins óskaði eftir rökstuðningi fyrir því að Ingibjörg S. Stefánsdóttir var ráðin í stöðuna. Alls sóttu 63 um starfið. Í bréfi þar sem umsækjendum var tilkynnt um ráðninguna var því einnig beint til þeirra að samkvæmt lögum gætu þeir óskað eftir rökstuðningi. Ósk um slíkan rökstuðning skyldi berast Fjármálaeftirlitinu. Vísir óskaði eftir afriti af rökstuðningnum en fékk ekki. „Rökstuðningurinn er unninn fyrir ákveðinn einstakling og ætlaður honum. Við getum ekki veitt fjölmiðlum aðgang að honum," er svarið sem blaðamaður fékk. Eins og Vísir greindi frá eftir að starfið var auglýst þá taldi ákveðinn hluti starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að starf sviðsstjóra rekstrarsviðs hafi beinlínis verið búið til fyrir Ingibjörgu. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði það ekki eiga við rök að styðjast. Blaðamaður hefur rætt við aðra umsækjendur um stöðuna sem urðu mjög undrandi þegar Ingibjörg var ráðin. Þeir ákváðu þó að óska ekki eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni þar sem þeir óttuðust að það gæti haft neikvæð áhrif á möguleika þeirra til að fá starf hjá hinu opinbera í framhaldinu. Tengdar fréttir Umdeild ráðning FME í nýja stöðu Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." 28. október 2010 10:05 Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu Hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) er uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins en ekki var gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. 11. október 2010 09:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Einn umsækjandi um starf sviðsstjóra rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins óskaði eftir rökstuðningi fyrir því að Ingibjörg S. Stefánsdóttir var ráðin í stöðuna. Alls sóttu 63 um starfið. Í bréfi þar sem umsækjendum var tilkynnt um ráðninguna var því einnig beint til þeirra að samkvæmt lögum gætu þeir óskað eftir rökstuðningi. Ósk um slíkan rökstuðning skyldi berast Fjármálaeftirlitinu. Vísir óskaði eftir afriti af rökstuðningnum en fékk ekki. „Rökstuðningurinn er unninn fyrir ákveðinn einstakling og ætlaður honum. Við getum ekki veitt fjölmiðlum aðgang að honum," er svarið sem blaðamaður fékk. Eins og Vísir greindi frá eftir að starfið var auglýst þá taldi ákveðinn hluti starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að starf sviðsstjóra rekstrarsviðs hafi beinlínis verið búið til fyrir Ingibjörgu. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði það ekki eiga við rök að styðjast. Blaðamaður hefur rætt við aðra umsækjendur um stöðuna sem urðu mjög undrandi þegar Ingibjörg var ráðin. Þeir ákváðu þó að óska ekki eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni þar sem þeir óttuðust að það gæti haft neikvæð áhrif á möguleika þeirra til að fá starf hjá hinu opinbera í framhaldinu.
Tengdar fréttir Umdeild ráðning FME í nýja stöðu Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." 28. október 2010 10:05 Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu Hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) er uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins en ekki var gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. 11. október 2010 09:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Umdeild ráðning FME í nýja stöðu Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." 28. október 2010 10:05
Ólga meðal starfsfólks FME vegna nýrrar stöðu Hópur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) er uggandi vegna fyrirhugaðrar ráðningar í stöðu sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið er nýtt innan Fjármálaeftirlitsins en ekki var gert ráð fyrir því í rekstraráætlun stofnunarinnar. 11. október 2010 09:10