Erlent

Norsk og finnsk lofthelgi lokuð fram á sunnudag

Gardermoen flugvöllurinn við Osló, sá stærsti í Noregi, verður lokaður fram á sunnudag vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Flugmálastjórn Finnlands hefur gefið út tilkynningu um að allir flugvellir þar í landi verði lokaðir fram til klukkan þrjú á sunnudag.

Greint er frá þessu á börsen.dk. Öllum flugvöllum í Noregi var lokað í gærdag en í dag hefur takmörkuð umferð um flugvellina nyrst í landinu verið leyfð.

„Askan hefur nú meiri áhrif í suðurhluta Noregs en samkvæmt veðurspám gæti það breyst á morgun, laugardag," segir Jan-Erik Brandt hjá Veðurstofu Noregs. „Ef við erum verulega heppin gæti Gardermoen opnað á sunnudag".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×