Innlent

Læknafélagið styður landlækni í deilunni við Jónínu Benediktsdóttur

Birna Jónsdóttir er formaður Læknafélags Íslands.
Birna Jónsdóttir er formaður Læknafélags Íslands. Mynd/Valgarður Gíslason
Læknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við greinargerð landlæknis vegna svokallaðrar detox-meðferða á vegum Jónínu Benediktsdóttur, íþróttafræðings.

„Félagið vill í þessu samhengi benda á að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er öll heilbrigðisstarfssemi hér á landi háð starfsleyfi frá landlækni og lýtur eftirlitskyldu hans, án tillits til þess hvort hún er veitt af ríkinu eða öðrum aðilum með eða án greiðsluþátttöku ríkisins," segir í yfirlýsingu Læknafélagsins.

Landlæknisembættið birti nýverið greinargerð á heimasíðu sinni vegna athugasemda, sem embættinu hafa borist vegna meðferða á vegum Jónínu. Embættið gerir athugasemdir við auglýsingar um detox-meðferðina, sem fullyrði, að um sé að ræða viðurkennda, læknisfræðilega meðferð. Auglýsingarnar séu villandi, en engar haldbærar rannsóknir sé að finna um aðferðina í vísindaritum.

Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, og Jónína tókust á um málið í Bítinu á Bylgjunni um málið í gærmorgun. Hægt er að nálgast upptöku úr þættinum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×