Stefán: Reyndi að keyra á vin minn og tvo hunda 15. júní 2010 16:54 „Ég kæri hann á morgun," segir Stefán Már Guðfinnsson hundaeigandi. „Maðurinn gerði þetta viljandi. Hann bakkaði bílnum áður en hann lagði til atlögu svo hann kæmist hraðar og reynir að keyra á vin minn og báða hundana," segir Stefán Már Guðfinnsson hundaeigandi í samtali við Vísir.is. Ekið var á hund í Elliðaárdalnum aðfaranótt mánudags. Samkvæmt fréttum á bílstjórinn að hafa sagt lögreglu að þetta hafi verið slys. Stefán segir að hundurinn sé fótbrotinn. "Hundurinn var heppinn að lenda á milli dekkjanna á bílnum, hann lenti á grillinu á bílnum," segir hann. Samkvæmt fyrstu fréttum var hundurinn að atast í villtum kanínum. Téður ökumaður átti að hafa reynt að stöðva hundinn en ók utan í hundinn. „Það var ekkert hundaat þarna," segir Stefán. Stefán og vinur hans voru á gangi í Elliðaárdalnum með tvo hunda. Annar hundurinn var laus. "Það voru kanínur þarna en við vorum ekkert að siga hundinum á þær. Hundar eru bara hundar. Ég veit ekkert hvort minn var að elta kanínur. Það eru fleiri með hunda heldur en við," segir hann. Umræddur ökumaður kemur gangandi til mannanna og kallar að sögn Stefáns til þeirra: „Helvítis fantar!" Stefán segir að vinirnir hafi haldið göngunni sinni áfram og telur að ökumaðurinn sé í kringum fertugt. Þegar þeir koma að bílnum sínum er maðurinn þar. „Hann beið eftir okkur við bílinn. Svo hleypur hann í sinn bíll og öskrar: Ég er með númerið hjá ykkur, ég mun ná til ykkar. - Svo öskraði hann eitthvað meira sem ég náði ekki. Þá tek ég upp spýtu því ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Og þá bakkar hann bílnum, keyrir áfram og reynir að keyra á vin minn og báða hundana," segir Stefán. Spurður hvort hann kærði ökumanninn í dag líkt og móður hans hafði sagt við vísir.is sagði hann að það verði gert á morgun. „Nei, ég náði því ekki fyrir fjögur. Ég vaknaði svo seint. Ég kæri hann á morgun." Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
„Maðurinn gerði þetta viljandi. Hann bakkaði bílnum áður en hann lagði til atlögu svo hann kæmist hraðar og reynir að keyra á vin minn og báða hundana," segir Stefán Már Guðfinnsson hundaeigandi í samtali við Vísir.is. Ekið var á hund í Elliðaárdalnum aðfaranótt mánudags. Samkvæmt fréttum á bílstjórinn að hafa sagt lögreglu að þetta hafi verið slys. Stefán segir að hundurinn sé fótbrotinn. "Hundurinn var heppinn að lenda á milli dekkjanna á bílnum, hann lenti á grillinu á bílnum," segir hann. Samkvæmt fyrstu fréttum var hundurinn að atast í villtum kanínum. Téður ökumaður átti að hafa reynt að stöðva hundinn en ók utan í hundinn. „Það var ekkert hundaat þarna," segir Stefán. Stefán og vinur hans voru á gangi í Elliðaárdalnum með tvo hunda. Annar hundurinn var laus. "Það voru kanínur þarna en við vorum ekkert að siga hundinum á þær. Hundar eru bara hundar. Ég veit ekkert hvort minn var að elta kanínur. Það eru fleiri með hunda heldur en við," segir hann. Umræddur ökumaður kemur gangandi til mannanna og kallar að sögn Stefáns til þeirra: „Helvítis fantar!" Stefán segir að vinirnir hafi haldið göngunni sinni áfram og telur að ökumaðurinn sé í kringum fertugt. Þegar þeir koma að bílnum sínum er maðurinn þar. „Hann beið eftir okkur við bílinn. Svo hleypur hann í sinn bíll og öskrar: Ég er með númerið hjá ykkur, ég mun ná til ykkar. - Svo öskraði hann eitthvað meira sem ég náði ekki. Þá tek ég upp spýtu því ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Og þá bakkar hann bílnum, keyrir áfram og reynir að keyra á vin minn og báða hundana," segir Stefán. Spurður hvort hann kærði ökumanninn í dag líkt og móður hans hafði sagt við vísir.is sagði hann að það verði gert á morgun. „Nei, ég náði því ekki fyrir fjögur. Ég vaknaði svo seint. Ég kæri hann á morgun."
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira