Innlent

Jóhanna hitti miðstjórnarmann úr kínverska kommúnistaflokknum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti He Guoqiang, miðstjórnarmanni í kínverska kommúnistaflokknum, ásamt sendinefnd fulltrúa ýmissa stjórnvalda í Kína.

Þau ræddu um tvíhliða samstaf landanna á ýmsum sviðum og nýgerðan samning um gjaldeyrisskipti á milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína

sem undirritaður var í morgun. Einnig var rætt um efnahagsmál landanna og viðbrögð við alþjóðlegu fjármálakreppunni. Fram kom vilji til að auka samstarf á milli landanna á menningarsviði, deila þekkingu á nýtingu jarðhita og stuðla að fjölgun ferðamanna meðal annars með þátttöku Íslands í World Expo 2010 í Sjanghæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×