Þungarokk fyrir dómnefnd 12. mars 2010 06:00 Hljómsveitin Beneath Sigraði Wacken keppnina í fyrra og kemur fram á laugardaginn. Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódómu Reykjavík á laugardaginn. Sjö hljómsveitir berjast um að komast út til að spila á hátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle þar. Til mikils er að vinna, því sigursveitin fær plötusamning, heilan haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð til að koma fram ári síðar á hátíðinni sem eitt af númerum hennar. Tíu manna dómnefnd mun velja sigursveitina, en sex erlendir aðilar – blaðamenn, umboðsmenn og tónleikahaldarar – koma til landsins sérstaklega af þessu tilefni. Sveitirnar sjö sem munu bítast um hnossið í ár eru með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungarokkinu. Þetta eru black/death metalbandið Atrum frá Hafnarfirði. Carpe Noctem spilar svartmálm og syngur á íslensku, texta sem rífa í sig kristindóminn ásamt því að vitna í norræna goðafræði, heimsendaspádóma og íslenskan svartagaldur. Gone Postal spilar dauðarokk/grindcore og gerði plötuna In the Depths of Despair 2008. Gruesome Glory kemur frá Akureyri og spilar teknískt þungarokk. Severed Crotch er elst keppnissveitanna, hefur verið að síðan 2004, og spilar teknískt þungarokk. Universal Tragedy var stofnuð 2007 og spilar dauðarokk og Wistaria spilar melódískt dauðarokk/metalcore og landaði öðru sætinu í Global Battle of the Bands á dögunum. Tvær gestasveitir koma fram í þessari þungarokksveislu, Beneath sem fór með sigur af hólmi í íslensku Wacken-keppninni í fyrra, og Momentum, sem er að koma fram í fyrsta sinn á þessu ári. Húsið opnar kl. 20 og fer fyrsta sveit á svið kl. 20.45. Miðaverð er 1.300 kr. Æskilegur klæðnaður er svartur.- drg Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódómu Reykjavík á laugardaginn. Sjö hljómsveitir berjast um að komast út til að spila á hátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle þar. Til mikils er að vinna, því sigursveitin fær plötusamning, heilan haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð til að koma fram ári síðar á hátíðinni sem eitt af númerum hennar. Tíu manna dómnefnd mun velja sigursveitina, en sex erlendir aðilar – blaðamenn, umboðsmenn og tónleikahaldarar – koma til landsins sérstaklega af þessu tilefni. Sveitirnar sjö sem munu bítast um hnossið í ár eru með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungarokkinu. Þetta eru black/death metalbandið Atrum frá Hafnarfirði. Carpe Noctem spilar svartmálm og syngur á íslensku, texta sem rífa í sig kristindóminn ásamt því að vitna í norræna goðafræði, heimsendaspádóma og íslenskan svartagaldur. Gone Postal spilar dauðarokk/grindcore og gerði plötuna In the Depths of Despair 2008. Gruesome Glory kemur frá Akureyri og spilar teknískt þungarokk. Severed Crotch er elst keppnissveitanna, hefur verið að síðan 2004, og spilar teknískt þungarokk. Universal Tragedy var stofnuð 2007 og spilar dauðarokk og Wistaria spilar melódískt dauðarokk/metalcore og landaði öðru sætinu í Global Battle of the Bands á dögunum. Tvær gestasveitir koma fram í þessari þungarokksveislu, Beneath sem fór með sigur af hólmi í íslensku Wacken-keppninni í fyrra, og Momentum, sem er að koma fram í fyrsta sinn á þessu ári. Húsið opnar kl. 20 og fer fyrsta sveit á svið kl. 20.45. Miðaverð er 1.300 kr. Æskilegur klæðnaður er svartur.- drg
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira