Innlent

Heiðskírt og logn í Bláfjöllum

Í dag er opið í Bláfjöllum kl. 10-17. Núna kl. 8:20 er blankalogn og heiðskírt og -7°. Búast má við frábæru veðri í dag, segir í tilkynningu.

Klukkan 11 til 15 er boðið uppá fría skíðakennslu fyrir byrjendur við Bláfjallaskála. Veitingasala og skíðaleiga eru á staðnum og miðasala fer fram á N1 Ártúnsbrekku ásamt Bláfjallaskála.

Gönguspor c.a. 10 km. hefur verið lagt.

Í dag er 13 dagur í opnun þennan veturinn og enn er bara nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×