Þórarinn spreytir sig á Shakespeare 12. júní 2010 09:45 Þórarinn er að þýða verkið Lér konungur eftir Shakespeare fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins. Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shakespeare-verkið Lér konungur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare. „Ég er búinn að ná landi," segir Þórarinn, sem byrjaði að þýða 1. janúar og hefur nú lokið fyrsta uppkasti. „Þetta gekk bara vel. Mikið af þessu er í bundnu máli, svokallaðri stakhendu, sem er ekki rímað að vísu en á íslensku er beitt stuðlum. Það er ákveðinn taktur í hverri línu, fimm kveður, og það tekur smá tíma að venjast þessu. Svo dettur maður inn í ákveðinn takt," segir hann. „Síðan eru ótal álitaefni og hlutir sem eru vandasamir. En það verður bara eins og að ráða í erfiða krossgátu að láta það ganga upp." Þetta er í þriðja sinn sem verkið Lér konungur er þýtt á íslensku. Fyrst gerði það Steingrímur Thorsteinsson í bók sem kom út á seinni hluta 19. aldar og síðast var leikritið sýnt í Þjóðleikhúsinu 1977 í þýðingu hins sáluga Helga Hálfdanarsonar, sem hefur hingað til verið hinn „opinberi" Shakespeare-þýðandi. Heyrst hefur að þýðing Þórarins sé ekki eins formleg og hinar eldri en Þórarinn vísar því á bug. „Það er þannig með mikil og merkileg bókmenntaverk að þau þarf að þýða oft. Þessi þýðing er ekkert minna formleg en þeirra en málfarið er annað. Þetta miðar fyrst og fremst að því að vera á eðlilegri og skiljanlegri nútímaíslensku án þess nokkurn tíma að fara út í einhverja lágkúru." Þórarinn hefur aldrei áður þýtt Shakespeare og segist ekki vera neinn sérfræðingur í hans texta. „Auðvitað dáist ég mikið að þessum stórfenglega skáldskap sem er að finna bæði í leikritum hans og ekki síður í sonnettunum. En ég er enginn Shakespeare-sérfræðingur umfram aðra." Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shakespeare-verkið Lér konungur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare. „Ég er búinn að ná landi," segir Þórarinn, sem byrjaði að þýða 1. janúar og hefur nú lokið fyrsta uppkasti. „Þetta gekk bara vel. Mikið af þessu er í bundnu máli, svokallaðri stakhendu, sem er ekki rímað að vísu en á íslensku er beitt stuðlum. Það er ákveðinn taktur í hverri línu, fimm kveður, og það tekur smá tíma að venjast þessu. Svo dettur maður inn í ákveðinn takt," segir hann. „Síðan eru ótal álitaefni og hlutir sem eru vandasamir. En það verður bara eins og að ráða í erfiða krossgátu að láta það ganga upp." Þetta er í þriðja sinn sem verkið Lér konungur er þýtt á íslensku. Fyrst gerði það Steingrímur Thorsteinsson í bók sem kom út á seinni hluta 19. aldar og síðast var leikritið sýnt í Þjóðleikhúsinu 1977 í þýðingu hins sáluga Helga Hálfdanarsonar, sem hefur hingað til verið hinn „opinberi" Shakespeare-þýðandi. Heyrst hefur að þýðing Þórarins sé ekki eins formleg og hinar eldri en Þórarinn vísar því á bug. „Það er þannig með mikil og merkileg bókmenntaverk að þau þarf að þýða oft. Þessi þýðing er ekkert minna formleg en þeirra en málfarið er annað. Þetta miðar fyrst og fremst að því að vera á eðlilegri og skiljanlegri nútímaíslensku án þess nokkurn tíma að fara út í einhverja lágkúru." Þórarinn hefur aldrei áður þýtt Shakespeare og segist ekki vera neinn sérfræðingur í hans texta. „Auðvitað dáist ég mikið að þessum stórfenglega skáldskap sem er að finna bæði í leikritum hans og ekki síður í sonnettunum. En ég er enginn Shakespeare-sérfræðingur umfram aðra."
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira