Dagur sjálfboðaliða Ólafur E. Rafnsson skrifar 4. desember 2010 00:01 Í dag er dagur sjálfboðaliða - hóps sem býsna stór hluti þjóðarinnar tilheyrir. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa. Þessi hópur er ekki hávær, á sér fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins. Íþróttahreyfingin er að stofni til byggð á fórnfýsi og framlagi sjálfboðaliða. Þetta vill gjarnan gleymast þegar fjallað er um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, og stærsti hluti umfjöllunar tekur mið af örlitlum hluta í efsta lagi pýramídans. Raunar er það svo að áætlað er að allt að 25-30 þúsund Íslendingar sinni sjálfboðaliðastörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar - í mismiklum mæli þó. Í þessu felast umtalsverð fjárhagsleg verðmæti sem telja milljarða króna - og má ætla framlagðar vinnustundir fleiri en í sumum atvinnugreinum hérlendis. Eru þá ótalin þau miklu verðmæti sem felast í menntun, gildum og viðhorfi sem fylgir því að starfa í sjálfboðavinnu. Líklega hefur okkur sjaldan verið jafn mikilvægt að leggja áherslu á þau gildi að leggja eitthvað til baka til samfélagsins. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar - þó vissulega megi finna ánægjuleg dæmi þess að t.d. vinnuveitendur leggi í ríkari mæli áherslu á þann samfélagslega þroska sem slíkum störfum fylgja, auk þeirrar félagslegu reynslu sem starfsmenn öðlast. Fyrirtæki sem eru stolt af félagsstörfum og sjálfboðaliðastarfi sinna starfsmanna eru að mínu mati líklegri til að hafa góðan starfsanda og þar með aukna framleiðni. Fyrirtækjum sem hlúa að samfélagslegu sjálfboðastarfi starfsmanna sinna ber að hampa. Sjálfboðastörf í þágu t.d. íþróttafélaga, hjálparstofnana og björgunarsveita mættu án efa hafa meira vægi í rekstrarlegu umhverfi fyrirtækja - og út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við að skattaleg umbun fylgi því að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til slíkra verkefna, enda felur það í sér stuðning fyrir samfélagið og hefur margföldunaráhrif fyrir þjóðina. Ég vil færa öllum sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar þakkir fyrir ómetanlegt framlag, og vil hvetja alla landsmenn til þess að kynna sér hvað er í boði að því er varðar sjálfboðaliðastörf í íþróttum - ekki síst kröftug og metnaðarfull ungmenni. Slík störf eru gefandi í góðum félagsskap samherja, fela í sér fjölbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, og skapa ánægju samhliða verðmætu framlagi til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur sjálfboðaliða - hóps sem býsna stór hluti þjóðarinnar tilheyrir. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa. Þessi hópur er ekki hávær, á sér fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins. Íþróttahreyfingin er að stofni til byggð á fórnfýsi og framlagi sjálfboðaliða. Þetta vill gjarnan gleymast þegar fjallað er um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, og stærsti hluti umfjöllunar tekur mið af örlitlum hluta í efsta lagi pýramídans. Raunar er það svo að áætlað er að allt að 25-30 þúsund Íslendingar sinni sjálfboðaliðastörfum í þágu íþróttahreyfingarinnar - í mismiklum mæli þó. Í þessu felast umtalsverð fjárhagsleg verðmæti sem telja milljarða króna - og má ætla framlagðar vinnustundir fleiri en í sumum atvinnugreinum hérlendis. Eru þá ótalin þau miklu verðmæti sem felast í menntun, gildum og viðhorfi sem fylgir því að starfa í sjálfboðavinnu. Líklega hefur okkur sjaldan verið jafn mikilvægt að leggja áherslu á þau gildi að leggja eitthvað til baka til samfélagsins. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar - þó vissulega megi finna ánægjuleg dæmi þess að t.d. vinnuveitendur leggi í ríkari mæli áherslu á þann samfélagslega þroska sem slíkum störfum fylgja, auk þeirrar félagslegu reynslu sem starfsmenn öðlast. Fyrirtæki sem eru stolt af félagsstörfum og sjálfboðaliðastarfi sinna starfsmanna eru að mínu mati líklegri til að hafa góðan starfsanda og þar með aukna framleiðni. Fyrirtækjum sem hlúa að samfélagslegu sjálfboðastarfi starfsmanna sinna ber að hampa. Sjálfboðastörf í þágu t.d. íþróttafélaga, hjálparstofnana og björgunarsveita mættu án efa hafa meira vægi í rekstrarlegu umhverfi fyrirtækja - og út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við að skattaleg umbun fylgi því að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til slíkra verkefna, enda felur það í sér stuðning fyrir samfélagið og hefur margföldunaráhrif fyrir þjóðina. Ég vil færa öllum sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar þakkir fyrir ómetanlegt framlag, og vil hvetja alla landsmenn til þess að kynna sér hvað er í boði að því er varðar sjálfboðaliðastörf í íþróttum - ekki síst kröftug og metnaðarfull ungmenni. Slík störf eru gefandi í góðum félagsskap samherja, fela í sér fjölbreytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörfum, og skapa ánægju samhliða verðmætu framlagi til samfélagsins.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar