Handbolti

Hetja Austurríkismanna: Ætlaði að gefa boltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Austurríkismenn fagna í gær.
Austurríkismenn fagna í gær.

Markus Wagesreiter, hetja Austurríkismanna í leiknum gegn Íslandi á EM í handbolta í gær, ætlaði alls ekki að skjóta á markið á lokasekúndum leiksins í gær.

Wagesreiter skoraði jöfnunarmark Austurríkis þegar fáeinar sekúndur voru til leiksloka eins og frægt er orðið en lokatölur leiksins voru 37-37.

„Ég ætlaði fyrst að gefa boltann á Robert Weber,“ sagði hann við austurríska fjölmiðla eftir leikinn.

Hreiðar Guðmundsson markvörður fór svo út úr markinu, einmitt til að koma í veg fyrir mögulega sendingu á Weber.

„En ég sá svo að markið var tómt og því ákvað ég að skjóta. Ég er ekki sá öruggasti í bransanum þegar kemur að svona löguðu en tilfinningin þegar ég sá boltann í markinu var ólýsanleg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×