Lífið

Britney brotnaði niður og bað um skæri til að klippa hárið

Britney Spears grét látlaust og neitaði að yfirgefa hótelherbergið.
Britney Spears grét látlaust og neitaði að yfirgefa hótelherbergið.

Líf söngkonunnar Britney Spears hefur ekki verið dans á rósum undanfarin ár og nú herma fregnir að stúlkan hafi brotnað niður á mæðradaginn sjálfan.

Söngkonan hafði ætlað sér að heimsækja Disneyland ásamt kærasta sínum og sonum en þegar hersingin kom á hótelið lokaði hún sig af.

„Hún grét látlaust og neitaði að yfirgefa herbergið. Jason og strákarnir sátu allan daginn inni í öðru herbergi með barnfóstrunum og öðru aðstoðarfólki sem vissi ekki hvað skyldi gera,“ var haft eftir vini söngkonunnar.

Um nóttina átti Spears svo að hafa óskað eftir skærum til að klippa hár sitt.

„Ástandið hefur bara farið versnandi. Það er stutt síðan hún lét húðflúra kórónu á bakið á sér til að sýna að hún ráði yfir eigin lífi. Faðir hennar er hættur að heimsækja hana og hringir nú aðeins til að athuga hvort allt sé með felldu. Henni finnst sem enginn elski sig og líður eins og hún sé ein í heiminum. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ sagði vinurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.