Erlent

Herinn fær aukinn völd í Tælandi

Mynd/AP
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hefur ákveðið að herinn fái meiri völd til að takast á við mótmælendur. Herinn mun stýra öllum aðgerðum sem varða öryggi landsins.

Á þriðja tug féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Bangkok höfuðborg Tælands fyrir viku. Það voru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í meira en mánuð mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.

Mótmælendurnir vilja koma Thaksin Sinawatra aftur í stól forsætisráðherra en honum var steypt af stóli fyrir fjórum árum með svipuðum mótmælum og fram hafa farið í Tælandi að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×