Í hvernig samfélagi viltu búa? Halldóra Guðrún Hinriksdóttir skrifar 23. nóvember 2010 14:39 Ég býð mig fram til stjórnlagaþings með það að markmiði að styrkja undirstöðu íslensks samfélags. Stjórnarskráin leggur gruninn að Íslensku samfélagi sem ég vil þróa í átt að aukinni þátttöku almennings í stjórn landsins, skýrari stjórnskipan, valdheimildir og ráðstöfunarrétt forseta, ráðherra og þingmanna sem og gera Íslands að landi mannréttinda og friðar. Grundvallargildi - heimspekilegur og siðferðislegur grundvöllur stjórnarskráinnar Í núverandi stjórnarskrá gr. 1 er kveðið á um að Ísland sé lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Ég tel mikilvægt að festa í sessi þann heimspekilega og siðferðislega grundvöll sem við viljum byggja þjóðfélagið á til framtíðar. Því legg ég til að þessi grein verði útvíkkuð til muna og þar kveðið á um að Ísland sé ekki bara lýðræðisríki heldur byggi m.a. á gildum lýðræðis, mannréttinda, jöfnuðar, frelsis og sjálfbærni. Auk þess er mikilvægt að styrkja stöðu íslenskunar og hún verði tilgreind sem þjóðtunga og íslenskt táknmál þjóðtunga þeirra sem ekki geta nýtt sér talmál. Aukið beint lýðræði - möguleikar almennings til að hafa áhrif á milli þingkosninga Alþingi þiggur vald sitt frá þjóðinni og kýs hún þingmenn á fjögurra ára fresti að jafnaði. En vilji þjóðin hafa áhrif á stefnu og einstakar ákvarðanir löggjafavaldins og gerðir framkvæmdavaldsins eða veita þeim öflugt aðhald á milli þinga hefur hún takmarkaðar leiðir í dag. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir beini þátttöku almennings í ákvörðunartöku þingsins að öðru leyti en því sem tilgreint er í grein 26 en þar segir m.a. „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Leiðirnar sem almenningur hefur í dag byggjast því á: Þátttöku í þjóðfélagsumræðu, greinaskrifum, þátttöku í starfi stjórnmálaflokka og móttmælum. Atburðir síðustu ára hafa dregið fram þörfina fyrir áhrifaríkari aðkomu almennings að ákvörðunartöku og aðhaldi við Alþingi á milli þingkosninga. Ég legg til að í nýrri stjórnarskrá verði kveðið á um að ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál, fengið frumvarp tekið til umræðu á Alþingi og lýst vanhæfni á ákveðna ráðherra og forseta ef svo ber undir. Öflugt beint lýðræði um veita þingmönnum og ráðherrum aðhald á milli kosninga og hvetja þá enn frekar til að vinna að hagsmunum heildarinnar. Í lýðræðislegum rétti fellst meira en þátttaka í kosningum og beinu lýðræði. Í lýðræðislegum rétti fellst einnig réttur almennings til upplýsinga og því ætti að festa í stjórnarskrá þær kvaðir á stjórnvöld og opinberrar stofnanir að viðhafa stöðugt, opið og gegnsætt upplýsingaflæði ásamt reglulegum samræðum við félagsamtök og almenning. Störf Alþingis - takmörkuð lengd þingsetu Þak á lengd þingsetu við t.d. 3 kjörtímabil mun fjölga verulega þeim einstaklingum sem koma að löggjöfinni og ætti að tryggja að fleiri viðhorf, lífsgildi og verðmætamat endurspeglis inn í löggjöfina og auka með því líkurnar á það löggjöfin þjóni hagsmunum heildarinnar. Mannréttindi - færð til samræmis við Mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna Ég legg til að mannréttinda kafli stjórnarskrárinnar verði stækkaður og færður til samræmis við Mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Auk þess að í honum verði m.a. ákvæði um að aðgangur að drykkjarvatni teljist til mannréttinda og eignarhald á drykkjarvatni sé ávallt samfélagslegt. Umhverfisvernd - sjálfbær nýting náttúruauðlinda Í núverandi stjórnarskrá er lítið um umhverfisvernd og legg ég til að skrifuð verði ákvæði sem miða að því að tryggja öllum manneskjum rétt til heilnæms umhverfis, að náttúruauðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt, að þær séu í þjóðareigu og einungis nýttar gegn gjaldi. Ég tel mikilvægt að fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja að breytingar séu skoðaðar frá mörgum ólíkum sjónarhornum og að þær endurspegli langtíma hagsmuni heildarinnar. Nánari upplýsingar um framboð mitt er að finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég býð mig fram til stjórnlagaþings með það að markmiði að styrkja undirstöðu íslensks samfélags. Stjórnarskráin leggur gruninn að Íslensku samfélagi sem ég vil þróa í átt að aukinni þátttöku almennings í stjórn landsins, skýrari stjórnskipan, valdheimildir og ráðstöfunarrétt forseta, ráðherra og þingmanna sem og gera Íslands að landi mannréttinda og friðar. Grundvallargildi - heimspekilegur og siðferðislegur grundvöllur stjórnarskráinnar Í núverandi stjórnarskrá gr. 1 er kveðið á um að Ísland sé lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Ég tel mikilvægt að festa í sessi þann heimspekilega og siðferðislega grundvöll sem við viljum byggja þjóðfélagið á til framtíðar. Því legg ég til að þessi grein verði útvíkkuð til muna og þar kveðið á um að Ísland sé ekki bara lýðræðisríki heldur byggi m.a. á gildum lýðræðis, mannréttinda, jöfnuðar, frelsis og sjálfbærni. Auk þess er mikilvægt að styrkja stöðu íslenskunar og hún verði tilgreind sem þjóðtunga og íslenskt táknmál þjóðtunga þeirra sem ekki geta nýtt sér talmál. Aukið beint lýðræði - möguleikar almennings til að hafa áhrif á milli þingkosninga Alþingi þiggur vald sitt frá þjóðinni og kýs hún þingmenn á fjögurra ára fresti að jafnaði. En vilji þjóðin hafa áhrif á stefnu og einstakar ákvarðanir löggjafavaldins og gerðir framkvæmdavaldsins eða veita þeim öflugt aðhald á milli þinga hefur hún takmarkaðar leiðir í dag. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir beini þátttöku almennings í ákvörðunartöku þingsins að öðru leyti en því sem tilgreint er í grein 26 en þar segir m.a. „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Leiðirnar sem almenningur hefur í dag byggjast því á: Þátttöku í þjóðfélagsumræðu, greinaskrifum, þátttöku í starfi stjórnmálaflokka og móttmælum. Atburðir síðustu ára hafa dregið fram þörfina fyrir áhrifaríkari aðkomu almennings að ákvörðunartöku og aðhaldi við Alþingi á milli þingkosninga. Ég legg til að í nýrri stjórnarskrá verði kveðið á um að ákveðið hlutfall atkvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál, fengið frumvarp tekið til umræðu á Alþingi og lýst vanhæfni á ákveðna ráðherra og forseta ef svo ber undir. Öflugt beint lýðræði um veita þingmönnum og ráðherrum aðhald á milli kosninga og hvetja þá enn frekar til að vinna að hagsmunum heildarinnar. Í lýðræðislegum rétti fellst meira en þátttaka í kosningum og beinu lýðræði. Í lýðræðislegum rétti fellst einnig réttur almennings til upplýsinga og því ætti að festa í stjórnarskrá þær kvaðir á stjórnvöld og opinberrar stofnanir að viðhafa stöðugt, opið og gegnsætt upplýsingaflæði ásamt reglulegum samræðum við félagsamtök og almenning. Störf Alþingis - takmörkuð lengd þingsetu Þak á lengd þingsetu við t.d. 3 kjörtímabil mun fjölga verulega þeim einstaklingum sem koma að löggjöfinni og ætti að tryggja að fleiri viðhorf, lífsgildi og verðmætamat endurspeglis inn í löggjöfina og auka með því líkurnar á það löggjöfin þjóni hagsmunum heildarinnar. Mannréttindi - færð til samræmis við Mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna Ég legg til að mannréttinda kafli stjórnarskrárinnar verði stækkaður og færður til samræmis við Mannréttindasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Auk þess að í honum verði m.a. ákvæði um að aðgangur að drykkjarvatni teljist til mannréttinda og eignarhald á drykkjarvatni sé ávallt samfélagslegt. Umhverfisvernd - sjálfbær nýting náttúruauðlinda Í núverandi stjórnarskrá er lítið um umhverfisvernd og legg ég til að skrifuð verði ákvæði sem miða að því að tryggja öllum manneskjum rétt til heilnæms umhverfis, að náttúruauðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt, að þær séu í þjóðareigu og einungis nýttar gegn gjaldi. Ég tel mikilvægt að fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja að breytingar séu skoðaðar frá mörgum ólíkum sjónarhornum og að þær endurspegli langtíma hagsmuni heildarinnar. Nánari upplýsingar um framboð mitt er að finna hér.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun