Lífið

Vox Feminae syngur í Óperunni

Diddú er meðal þeirra listamanna sem kemur fram í kvöld.
Diddú er meðal þeirra listamanna sem kemur fram í kvöld.

Kvennakórinn Vox feminae heldur tónleika í Íslensku óperunni á miðvikudag kl. 20 og 13. maí kl. 16. Þar flytur Vox feminae, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, einsöngvurum úr röðum kórfélaga, félögum úr Karlakórnum Fóstbræðrum og Stúlknakór Reykjavíkur fjölda þekktra óperukóra og aría við undirleik úrvals hljóðfæraleikara. Undirleik annast Antonía Hevesi píanó, Elísabet Waage harpa, Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Svavar Bernharðsdóttir víóla og Eggert Pálsson páka.

Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri sem jafnframt hefur spunnið tónlistinni leikrænt og skemmtilegt ívaf. Hér er á ferðinni söngveisla þar sem unnendum óperutónlistar gefst einstakt tækifæri til að njóta hrífandi verka eftir tónskáld á borð við Verdi, Mozart, Offenbach, Strauss og Wagner í flutningi öndvegis tónlistarfólks. Miðar fást hjá midi.is og opera.is.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.