Handbolti

Ragnar Óskarsson í landsliðið - Logi meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Óskarsson var í dag valinn í landslið Íslands.
Ragnar Óskarsson var í dag valinn í landslið Íslands. Mynd/Stefán

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi í dag Ragnar Óskarsson í íslenska landsliðið sem undirbýr sig nú fyrir EM í Austurríki.

Þórir Ólafsson hefur átt við meiðsli í kálfa að stríða og var Rúnar Kárason kallaður inn í hans stað. Nú er einnig komið í ljós að Logi Geirsson er meiddur og því var ákveðið að kalla á Ragnar.

Hvorki Logi né Þórir munu fara með íslenska landsliðinu til Þýskalands á morgun en liðið leikur tvo æfingaleiki þar um helgina.

Þeir Þórir og Logi hafa átt við meiðsli að stríða undanfarið en þó er ekki útilokað að þeir muni spila með Íslandi á EM í Austurríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×