Alonso dugar fjórða sætið ef Vettel vinnur, en annað ef Webber sigrar 9. nóvember 2010 10:58 Mark Webber, Sebastian Vettel, og Christian Horner hjá Red Bull á verðlaunapallinum í Brasilíu ásamt Fernando Alonso. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Alonso er efstur með 246 stig í stigamóti ökumanna, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Í ljósi þess að Red Bull menn unnu mótið í Brasilíu á sunnudaginn tvöfalt, með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber og Vettel og Webber voru líka í fyrsta sæti og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra, sem verður líka lokamótið í ár, þá er trúlega mest spáð í hvað Alonso þarf að gera verði annar Red Bull ökumannanna sigurvegari á sunnudaginn. Ef Webber vinnur mótið í Abi Dhabi, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að landa meistaratitlinum, Webber væri þá með 263 stig, en Alonso 264. Ef Vettel vinnur mótið, þá dugar Alonso að ná fjórða sæti til að hampa titlinum í stað Vettels, ekki því fimmta eins og sagt var frá á visir.is í gær og er beðist velvirðingar því. Ef Alonso verður fimmti og Vettel fyrstur, þá fengju báðir 256 stig og þeir væru báðir með sama árangur hvað varðar fyrsta, annað og þriðja sæti. En Vettel fengi titilinn, þar sem hann er búinn að vera þrisvar í fjórða sæti, en Alonso bara tvisvar. Svo bætist við þetta að ef Webber nær öðru sæti á eftir Vettel, þá yrði hann líka með 256 stig, en 4 sigra en Alonso og Vettel 5 og Webber tapar því fyrir þeim. Lewis Hamilton á líka möguleika en verður að vinna í Abu Dhabi og fær þá 247 stig. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. Svo getur Alonso einfaldlega unnið mótið og ekkert verið að spá í stigin, sem virðist vera markmið Ferrari að sögn Stefano Domenicali, yfirmanns liðsins. Hann segir að þeir muni reyna allt til að vera fljótastir í tímatökum og kappakstrinum. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Tölfræðingar og spekingar spá mikið í möguleika Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi og Ferrari menn hafa tekið þá afstöðu að rýna ekki í tölfræðina, því hægt er að reikna málin á marga vegu og reyna að sigra lokamótið. Alonso á Ferrari er efstur í stigamótinu, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Alonso er efstur með 246 stig í stigamóti ökumanna, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Í ljósi þess að Red Bull menn unnu mótið í Brasilíu á sunnudaginn tvöfalt, með þeim Sebastian Vettel og Mark Webber og Vettel og Webber voru líka í fyrsta sæti og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra, sem verður líka lokamótið í ár, þá er trúlega mest spáð í hvað Alonso þarf að gera verði annar Red Bull ökumannanna sigurvegari á sunnudaginn. Ef Webber vinnur mótið í Abi Dhabi, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að landa meistaratitlinum, Webber væri þá með 263 stig, en Alonso 264. Ef Vettel vinnur mótið, þá dugar Alonso að ná fjórða sæti til að hampa titlinum í stað Vettels, ekki því fimmta eins og sagt var frá á visir.is í gær og er beðist velvirðingar því. Ef Alonso verður fimmti og Vettel fyrstur, þá fengju báðir 256 stig og þeir væru báðir með sama árangur hvað varðar fyrsta, annað og þriðja sæti. En Vettel fengi titilinn, þar sem hann er búinn að vera þrisvar í fjórða sæti, en Alonso bara tvisvar. Svo bætist við þetta að ef Webber nær öðru sæti á eftir Vettel, þá yrði hann líka með 256 stig, en 4 sigra en Alonso og Vettel 5 og Webber tapar því fyrir þeim. Lewis Hamilton á líka möguleika en verður að vinna í Abu Dhabi og fær þá 247 stig. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. Svo getur Alonso einfaldlega unnið mótið og ekkert verið að spá í stigin, sem virðist vera markmið Ferrari að sögn Stefano Domenicali, yfirmanns liðsins. Hann segir að þeir muni reyna allt til að vera fljótastir í tímatökum og kappakstrinum.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira