Faðir Helgu: „Ég trúi á sakleysi hennar" SB skrifar 9. nóvember 2010 10:18 Helga Ingvarsdóttir var handtekin í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur, sem er í haldi í Bandaríkjunum í tengslum við risavaxið fjársvikamál segist trúa á sakleysi dóttur sinnar og að sannleikurinn í málinu muni koma fram. „Ég hef heyrt frá henni og við erum að vinna í þessu máli," segir Ingvar sem er stjórnarformaður heildsöluverslunarinnar Karl K. Karlsson. Aðspurður hvort málið tengist á einhvern hátt Íslandi segir hann svo ekki vera. Ingvar segir málið hafa fengið mikið á fjölskylduna. Hann bendir fólki á að trúa ekki öllu sem skrifað er um málið. „Ég trúi á sakleysi hennar," segir hann. Helga Ingvarsdóttir var handtekin á fimmtudaginn ásamt kærasta sínum Vickram Bedi en þau eru búsett í Chappagua í New York ríki og ráku þar tölvuviðgerðarfyrirtæki. Þau eru sökuð um að hafa svikið hundruð milljóna út úr auðkýfingnum Roger Davidson sem leitaði til parsins með bilaða tölvu árið 2004. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum spann parið upp ótrúlega lygasögu um að vírus hefði verið í tölvunni sem ætti rætur sínar að rekja til Hondúras. Þau blönduðu síðan inn í söguna pólskum prestum með tengsl við Opus Dei samtökin sem rithöfundurinn Dan Brown gerði fræg í bókinni Da Vinci lykilinn. Síðan sviku þau fé af milljónamæringnum sem trúði sögu þeirra eins og nýju neti. Í grein Wall Street Journal um málið er tekið fram að Helga sé dóttir íslenska athafnamannsins Ingvars J. Karlssonar sem er stjórnarformaður Karl K. Karlsson heildverslunarinnar. Íslenska utanríkisráðuneytið aðstoðar nú fjölskyldu Helgu vegna málsins. Urður Gunnarsdóttir hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við DV: „Aðkoma okkar að málum sem þessum er alltaf mjög svipuð. Að aðstoða fólk, koma þeim í samband og sjá til að tryggt sé að Íslendingurinn fái lögfræðiaðstoð. Það er yfirleitt okkar aðkoma." Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. 9. nóvember 2010 06:00 Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð. 9. nóvember 2010 07:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur, sem er í haldi í Bandaríkjunum í tengslum við risavaxið fjársvikamál segist trúa á sakleysi dóttur sinnar og að sannleikurinn í málinu muni koma fram. „Ég hef heyrt frá henni og við erum að vinna í þessu máli," segir Ingvar sem er stjórnarformaður heildsöluverslunarinnar Karl K. Karlsson. Aðspurður hvort málið tengist á einhvern hátt Íslandi segir hann svo ekki vera. Ingvar segir málið hafa fengið mikið á fjölskylduna. Hann bendir fólki á að trúa ekki öllu sem skrifað er um málið. „Ég trúi á sakleysi hennar," segir hann. Helga Ingvarsdóttir var handtekin á fimmtudaginn ásamt kærasta sínum Vickram Bedi en þau eru búsett í Chappagua í New York ríki og ráku þar tölvuviðgerðarfyrirtæki. Þau eru sökuð um að hafa svikið hundruð milljóna út úr auðkýfingnum Roger Davidson sem leitaði til parsins með bilaða tölvu árið 2004. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum spann parið upp ótrúlega lygasögu um að vírus hefði verið í tölvunni sem ætti rætur sínar að rekja til Hondúras. Þau blönduðu síðan inn í söguna pólskum prestum með tengsl við Opus Dei samtökin sem rithöfundurinn Dan Brown gerði fræg í bókinni Da Vinci lykilinn. Síðan sviku þau fé af milljónamæringnum sem trúði sögu þeirra eins og nýju neti. Í grein Wall Street Journal um málið er tekið fram að Helga sé dóttir íslenska athafnamannsins Ingvars J. Karlssonar sem er stjórnarformaður Karl K. Karlsson heildverslunarinnar. Íslenska utanríkisráðuneytið aðstoðar nú fjölskyldu Helgu vegna málsins. Urður Gunnarsdóttir hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við DV: „Aðkoma okkar að málum sem þessum er alltaf mjög svipuð. Að aðstoða fólk, koma þeim í samband og sjá til að tryggt sé að Íslendingurinn fái lögfræðiaðstoð. Það er yfirleitt okkar aðkoma."
Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. 9. nóvember 2010 06:00 Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð. 9. nóvember 2010 07:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. 9. nóvember 2010 06:00
Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð. 9. nóvember 2010 07:57
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði