Innlent

Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum

Vickram Bedi stendur vígalegur við hlið Davidsons, tilbúinn að grípa inn í, láti morðóðu munkarnir til skarar skríða.
Vickram Bedi stendur vígalegur við hlið Davidsons, tilbúinn að grípa inn í, láti morðóðu munkarnir til skarar skríða.

Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð.

Konan, Helga Ingvarsdóttir var handtekin á fimmtudaginn var ásamt kærasta sínum Vickram Bedi en þau eru búsett í Chappagua í New York ríki og ráku þar tölvuviðgerðarfyrirtæki. Davidson, sem er erfingi umfangsmikils olíufyrirtækis, Roger Davidson kom til þeirra með bilaða tölvu árið 2004. Þau eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að spinna upp ótrúlega lygasögu um að vírus hafi verið í tölvunni sem þeim hafi tekist að rekja til Hondúras í Suður Ameríku og að erfinginn og fjölskylda hans væru í bráðri lífshættu. Inn í söguna blönduðu þau pólskum prestum með tengsl við Opus Dei samtökin sem urðu fræg að endemum þegar Dan Brown gaf út Da Vinci lykilinn.

Blaðið Wall Street Journal hefur eftir lögreglunni að parið hafi einnig talið Davidson einnig á að láta þau sjá um öryggisgæslu fyrir hann og rukkuðu þau hann um 160 þúsund dollara í hverjum mánuði fyrir viðvikið.





Vickram Bedi og Helga Ingvarsdóttir.

Þau Helga og Vickram voru að lokum handtekin eftir umfangsmikla rannsókn.Þá voru þau á leið til Íslands að því er stórblaðið the Wall Street Journal fullyrðir. Á bankareikningi Helgu voru 1.6 milljónir dollara þegar hún var handtekin og Bedi átti sex milljónir á öðrum reikningi. Parið, verði það dæmt, á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.

Hér má sjá myndbandið frá tónleikunum á Youtube.




Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×