Innlent

Erill hjá lögreglunni í nótt

Það var talsverður erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot í nótt en þjófurinn braust inn á heimili í Hafnarfirði klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Þjófurinn stal verðmætum að sögn lögreglunnar og komst undan. Málið er í rannsókn.

Þá var karlmaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum mældu hann á 122 kílómetra hraða. Maðurinn má búast við sektum.

Kona um tvítugt var svo stöðvuð á Selfossi í nótt grunuð um ölvun við akstur. Nokkuð var um hávaðasöm teiti í bænum en lögreglan á Selfossi var kölluð þrisvar út vegna láta í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×