Lífið

Tíu stelpur í sleik í myndbandi Elektru

Biðlisti var af stelpum sem vildu leika í myndbandi hljómsveitarinnar Elektru.
Biðlisti var af stelpum sem vildu leika í myndbandi hljómsveitarinnar Elektru.
„Það er rosalega mikið af fallegum konum í myndbandinu,“ segir Nana Alfreðsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Elektra.

Elektra frumsýnir í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn myndband við lagið I Don‘t Do Boys, sem fór í spilun fyrir skömmu. Myndbandið er afar krassandi og skartar tíu stelpum í partíi. „Við förum í gamaldags flöskustút og við töffararnir í Elektru spillum frekar settlegum dömum,“ segir Nana og bætir við að leikurinn hafi endað vel. „Þær eru svo penar og prúðar. Okkur finnst alveg fáránlegt að ætla að lifa lífinu ótrúlega góðar alla ævi. Maður verður líka að vera stundum púki og skemmta sér. Það þýðir ekki alltaf að vera góða stelpan.“

Lagið fjallar að sögn Nönu um mjög fallega konu, sem hún syngur til. Myndbandið er því eins konar ýkt útgáfa af laginu. Spurð hvort allar stelpurnar í myndbandinu geti tekið undir titil lagsins segir hún að það sé misjafnt. „Ég held að rúmur helmingur stelpn-anna sé „straight“.“

Og var ekkert mál að fá þær til að taka þátt?

„Alls ekki. Við vorum með biðlista,“ segir Nana. „Það voru nokkrar sem duttu út á síðustu stundu – urðu eitthvað hræddar. Þá gátum við valið úr stelpum sem sátu bara og biðu. Þær voru mjög spenntar. Þetta varð fullkominn hópur í lokin.“ - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.