Framtíð Iceland Airwaves ræðst í lok næstu viku 12. mars 2010 08:00 Ekki sammála Icelandair um eignarhaldið á vörumerkinu Iceland Airwaves.Fréttablaðið/Hörður Að öllum líkindum mun það ráðast í lok næstu viku hvort Icelandair og Reykjavíkurborg gera nýjan samstarfssamning við fyrirtækið Hr. Örlyg vegna Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. „Ég vona að það náist samningar við Icelandair en það er ekki í höfn,“ segir Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi. Fyrirtækið hefur haldið hátíðina undanfarin ellefu ár í samstarfi við Icelandair og Reykjavíkurborg. Síðasti samningur, sem var til fjögurra ára, rann út um áramótin og síðan í haust hafa viðræður gengið hægt fyrir sig. Samkvæmt Þorsteini snúast viðræðurnar að miklu leyti um eignarhald á hinu verðmæta vörumerki Iceland Airwaves. „Það er hluti af því sem verið er að ræða um þessa dagana, hvernig á að skilgreina eignarhaldið á hátíðinni. Við erum ekki sammála um það. Þar stendur eiginlega hnífurinn í kúnni,“ segir Þorsteinn, sem ætlar sér að halda tónlistarhátíð hvort sem Icelandair og Reykjavíkurborg verði með eður ei. Hann er orðinn langeygur eftir svörum frá Icelandair, enda styttist óðum í næstu hátíð sem halda á í haust. „Þetta er búið að taka alltof langan tíma. Ég lagði mikla áherslu á það fyrir hátíðina í fyrra að það myndi ekki myndast óvissutímabil en því miður hefur það gerst. Ég get alveg skilið það að einhverju leyti. Menn eru að horfast í augu við niðurskurð og annað og ekkert alltaf auðvelt kannski að taka svona ákvarðanir.“ Fari svo að Icelandair hætti samstarfinu við Hr. Örlyg ætlar Þorsteinn að fá annan styrktaraðila til liðs við sig og þá er spurningin hvort hátíðin mun kallast Iceland Airwaves eða eitthvað allt annað. Hann býst við því að það skýrist í lok næstu viku hvort samstarfið við Icelandair haldi áfram. Svanhildur Konráðsdóttir, menningar- og ferðamálastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að ákvörðunin um framhaldið liggi hjá Icelandair. „Reykjavíkurborg hefur verið dyggur bakhjarl Iceland Airwaves á mörgum umliðnum árum. Við velkjumst ekki í vafa um hvað þessi hátíð er mikilvæg bæði í menningarlegu tilliti og kynningarlegu tilliti. Það hefur verið tekið frá fjármagn til að styrkja hátíðina áfram á þessu ári og Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að hátíðin verði haldin,“ segir Svanhildur. Ekki náðist í fulltrúa Icelandair við vinnslu fréttarinnar. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Að öllum líkindum mun það ráðast í lok næstu viku hvort Icelandair og Reykjavíkurborg gera nýjan samstarfssamning við fyrirtækið Hr. Örlyg vegna Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. „Ég vona að það náist samningar við Icelandair en það er ekki í höfn,“ segir Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi. Fyrirtækið hefur haldið hátíðina undanfarin ellefu ár í samstarfi við Icelandair og Reykjavíkurborg. Síðasti samningur, sem var til fjögurra ára, rann út um áramótin og síðan í haust hafa viðræður gengið hægt fyrir sig. Samkvæmt Þorsteini snúast viðræðurnar að miklu leyti um eignarhald á hinu verðmæta vörumerki Iceland Airwaves. „Það er hluti af því sem verið er að ræða um þessa dagana, hvernig á að skilgreina eignarhaldið á hátíðinni. Við erum ekki sammála um það. Þar stendur eiginlega hnífurinn í kúnni,“ segir Þorsteinn, sem ætlar sér að halda tónlistarhátíð hvort sem Icelandair og Reykjavíkurborg verði með eður ei. Hann er orðinn langeygur eftir svörum frá Icelandair, enda styttist óðum í næstu hátíð sem halda á í haust. „Þetta er búið að taka alltof langan tíma. Ég lagði mikla áherslu á það fyrir hátíðina í fyrra að það myndi ekki myndast óvissutímabil en því miður hefur það gerst. Ég get alveg skilið það að einhverju leyti. Menn eru að horfast í augu við niðurskurð og annað og ekkert alltaf auðvelt kannski að taka svona ákvarðanir.“ Fari svo að Icelandair hætti samstarfinu við Hr. Örlyg ætlar Þorsteinn að fá annan styrktaraðila til liðs við sig og þá er spurningin hvort hátíðin mun kallast Iceland Airwaves eða eitthvað allt annað. Hann býst við því að það skýrist í lok næstu viku hvort samstarfið við Icelandair haldi áfram. Svanhildur Konráðsdóttir, menningar- og ferðamálastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að ákvörðunin um framhaldið liggi hjá Icelandair. „Reykjavíkurborg hefur verið dyggur bakhjarl Iceland Airwaves á mörgum umliðnum árum. Við velkjumst ekki í vafa um hvað þessi hátíð er mikilvæg bæði í menningarlegu tilliti og kynningarlegu tilliti. Það hefur verið tekið frá fjármagn til að styrkja hátíðina áfram á þessu ári og Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að hátíðin verði haldin,“ segir Svanhildur. Ekki náðist í fulltrúa Icelandair við vinnslu fréttarinnar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“