Fóstbræður á leiksvið 12. mars 2010 07:00 Upprunalegi Fóstbræðrahópurinn kemur að leiksýningunni en hann samanstendur af Hilmi Snæ, Jóni Gnarr, Sigurjóni Kjartanssyni og Benedikt Erlingssyni, sem hér sjást í víðfrægum hljómsveitarbúningum, og Helgu Brögu. Auk þeirra koma að sýningunni Þorsteinn Guðmundsson og Gussi, Gunnar Jónsson, en Þorsteinn bættist við hópinn í annarri þáttaröð og Gussi í þeirri þriðju. Grínhópurinn Fóstbræður hertekur stóra svið Borgarleikhússins í mars á næsta ári þegar ný leiksýning úr smiðju hans verður frumsýnd. Upphaflegi hópurinn kemur að þessari uppfærslu en hann samanstendur af Jóni Gnarr, Benedikt Erlingssyni, Sigurjóni Kjartanssyni, Gunnari Jónssyni, Helgu Brögu og Hilmi Snæ Guðnasyni. Benedikt mun hins vegar láta sér nægja að sitja í leikstjórastólnum. Hópurinn hefur þegar hist á nokkrum fundum og er byrjaður að skrifa handrit að sýningunni. „Já, já, það er verið að draga elliheimilið Fóstbræður á flot,“ segir Fóstbróðirinn Þorsteinn Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þetta hafa verið hugmynd sem hafi verið ansi lengi í fæðingu. „Ég segi ekki að þetta hafi verið einhver draumur sem við höfum gengið með í maganum alveg rosalega lengi heldur meira hugmynd sem kviknaði fyrir langalöngu,“ segir Þorsteinn en það var forsvarsmaður viðburðarfyrirtækisins Bravo, Ísleifur B. Þórhallsson, sem viðraði þetta við hópinn fyrir ári. Þorsteinn segir sýninguna verða byggða upp á stuttum leiknum atriðum, svokölluðum „sketsum“ líkt og þáttaröðin var. „Við erum bara búnir að átta okkur á því að við erum ekki dauðir úr öllum æðum, það eru alls konar hugmyndir í gangi og það eina sem ég veit er að við ætlum að gera þetta af fullum krafti, það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði,“ segir Þorsteinn og rifjar upp í gamni að fólk hafi nú ekki verið ýkja hrifið af fyrstu þáttum Fóstbræðra. „Nei, síður en svo. Fólk skellti hurðum og hringdi niður á Stöð 2 til að segja upp áskriftinni. Þetta verður eitthvað svipað, við ætlum okkur að reyna á þolmörk áhorfenda. Við værum ekkert Fóstbræður ef við værum ekki smá óþolandi.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Grínhópurinn Fóstbræður hertekur stóra svið Borgarleikhússins í mars á næsta ári þegar ný leiksýning úr smiðju hans verður frumsýnd. Upphaflegi hópurinn kemur að þessari uppfærslu en hann samanstendur af Jóni Gnarr, Benedikt Erlingssyni, Sigurjóni Kjartanssyni, Gunnari Jónssyni, Helgu Brögu og Hilmi Snæ Guðnasyni. Benedikt mun hins vegar láta sér nægja að sitja í leikstjórastólnum. Hópurinn hefur þegar hist á nokkrum fundum og er byrjaður að skrifa handrit að sýningunni. „Já, já, það er verið að draga elliheimilið Fóstbræður á flot,“ segir Fóstbróðirinn Þorsteinn Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þetta hafa verið hugmynd sem hafi verið ansi lengi í fæðingu. „Ég segi ekki að þetta hafi verið einhver draumur sem við höfum gengið með í maganum alveg rosalega lengi heldur meira hugmynd sem kviknaði fyrir langalöngu,“ segir Þorsteinn en það var forsvarsmaður viðburðarfyrirtækisins Bravo, Ísleifur B. Þórhallsson, sem viðraði þetta við hópinn fyrir ári. Þorsteinn segir sýninguna verða byggða upp á stuttum leiknum atriðum, svokölluðum „sketsum“ líkt og þáttaröðin var. „Við erum bara búnir að átta okkur á því að við erum ekki dauðir úr öllum æðum, það eru alls konar hugmyndir í gangi og það eina sem ég veit er að við ætlum að gera þetta af fullum krafti, það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði,“ segir Þorsteinn og rifjar upp í gamni að fólk hafi nú ekki verið ýkja hrifið af fyrstu þáttum Fóstbræðra. „Nei, síður en svo. Fólk skellti hurðum og hringdi niður á Stöð 2 til að segja upp áskriftinni. Þetta verður eitthvað svipað, við ætlum okkur að reyna á þolmörk áhorfenda. Við værum ekkert Fóstbræður ef við værum ekki smá óþolandi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira