Styrkur fræðisviða og mikilvægi hugvísinda Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Ísland er ekki eina landið þar sem þrengir að háskólum og rannsóknastarfsemi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum berast fréttir af því að háskólar leggi niður heilu námsbrautirnar í hugvísindum, eins og heimspeki eða tungumál, til að mæta samdrætti. Viðbrögð af þessu tagi bera vott um mjög þrönga sýn á hvað er mikilvægt í háskólastarfi og hverju samfélög þurfa á að halda til að dafna, hvort sem það er efnahagslega eða menningarlega, og við berum vonandi gæfu til þess hér á landi að falla ekki í þessa gryfju. Smæðin gerir okkur líka viðkvæmari. Hér á landi er bara einn skóli sem býður upp á fjölbreytt og heildstætt háskólanám í hugvísindum. Ef hann fer að loka námsgreinum í hugvísindum þá skilur það eftir mjög stórt skarð í íslensku háskólasamfélagi. Sitt sýnist hverjum um gæði háskólastarfs og óháðu ytra eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna hefur verið ábótavant á Íslandi. Um þetta eru flestir sammála og því ber að fagna stofnun alþjóðlegs gæðaráðs sem fær þessa ábyrgð í sínar hendur (sjá grein Katrínar Jakobsdóttur í Fréttablaðinu 21. október). Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon benda á að í gæðaráðinu sé enginn með reynslu af raunvísindum eða heilbrigðis- og lífvísindum og bæta síðan við að þetta séu þær greinar vísindanna sem sterkastar eru á Íslandi án þess að færa fyrir þessu rök (sjá Fréttablaðið 13. október). Nú er engin ástæða til að efast um að það séu mjög öflugir vísindamenn í þessum greinum á Íslandi og að þeir séu mjög framarlega í alþjóðlegu samhengi. Hins vegar geta vísindamenn í mun fleiri greinum líka gert tilkall til þess að standa í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í lykilfögum hugvísinda eins og íslenskum fræðum eða norrænum miðaldabókmenntum. Vandinn við fullyrðingar af þessu tagi er að það er mjög erfitt að bera saman styrk mismunandi fræðasviða, t.d. hugvísinda og lífvísinda, þar sem rannsóknaaðferðir og birtingahefðir geta verið mjög ólíkar. Í skýrslu sem kom út hjá Rannís fyrr á þessu ári og byggir á norrænni úttekt á birtingum vísindamanna, Ritrýndar birtingar og áhrif þeirra, er gerð tilraun til að meta styrkleika vísinda á Íslandi með greiningu á birtingum og tilvísunum í birtingar. Meðal helstu niðurstaðna er að klínískar læknisfræðirannsóknir séu stærsta rannsóknasviðið á Íslandi og að styrkur Íslands sé líka mikill á sviði líftækni og jarðvísinda (bls. 5, sjá á heimasíðu Rannís www.rannis.is). Formaður vísindanefndar vitnar í þessa skýrslu í grein sinni í Fréttablaðinu 30. október sl. Gallinn er bara sá að greiningin byggist á gögnum sem ná ekki nema að mjög litlu leyti yfir hugvísindi og félagsvísindi (þ.e. Thomson ISI tímaritagrunninum), eins og raunar er tekið skýrt fram í skýrslunni (bls. 4). Af þessum sökum er ekki hægt að nota þessa greiningu til að bera saman styrkleika mismunandi fræðasviða, t.d. hugvísinda og lífvísinda, þó hún dugi kannski til að meta styrk sumra fræðasviða á alþjóðlegum vettvangi. Í annarri útgáfu frá Rannís, Rannsóknir og þróunarstarf á Íslandi 2009, eru áhrif greinaskrifa vísindamanna skoðuð (byggt á sama gagnagrunni). Þar koma hugvísindin mun betur út en bæði raunvísindi og verk- og tæknivísindi en standa þó ekki eins sterkt og lækna- og heilbrigðisvísindi. Innan hugvísinda eru greinar sem standa alþjóðlega mjög sterkt í rannsóknum ásamt öðrum sem eru veikari. Sama á við um önnur fræðasvið. Nú þegar þrengir að verðum við að bera gæfu til að kunna að meta það sem vel er gert á öllum sviðum og mála ekki með of stórum penslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ísland er ekki eina landið þar sem þrengir að háskólum og rannsóknastarfsemi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum berast fréttir af því að háskólar leggi niður heilu námsbrautirnar í hugvísindum, eins og heimspeki eða tungumál, til að mæta samdrætti. Viðbrögð af þessu tagi bera vott um mjög þrönga sýn á hvað er mikilvægt í háskólastarfi og hverju samfélög þurfa á að halda til að dafna, hvort sem það er efnahagslega eða menningarlega, og við berum vonandi gæfu til þess hér á landi að falla ekki í þessa gryfju. Smæðin gerir okkur líka viðkvæmari. Hér á landi er bara einn skóli sem býður upp á fjölbreytt og heildstætt háskólanám í hugvísindum. Ef hann fer að loka námsgreinum í hugvísindum þá skilur það eftir mjög stórt skarð í íslensku háskólasamfélagi. Sitt sýnist hverjum um gæði háskólastarfs og óháðu ytra eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna hefur verið ábótavant á Íslandi. Um þetta eru flestir sammála og því ber að fagna stofnun alþjóðlegs gæðaráðs sem fær þessa ábyrgð í sínar hendur (sjá grein Katrínar Jakobsdóttur í Fréttablaðinu 21. október). Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon benda á að í gæðaráðinu sé enginn með reynslu af raunvísindum eða heilbrigðis- og lífvísindum og bæta síðan við að þetta séu þær greinar vísindanna sem sterkastar eru á Íslandi án þess að færa fyrir þessu rök (sjá Fréttablaðið 13. október). Nú er engin ástæða til að efast um að það séu mjög öflugir vísindamenn í þessum greinum á Íslandi og að þeir séu mjög framarlega í alþjóðlegu samhengi. Hins vegar geta vísindamenn í mun fleiri greinum líka gert tilkall til þess að standa í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í lykilfögum hugvísinda eins og íslenskum fræðum eða norrænum miðaldabókmenntum. Vandinn við fullyrðingar af þessu tagi er að það er mjög erfitt að bera saman styrk mismunandi fræðasviða, t.d. hugvísinda og lífvísinda, þar sem rannsóknaaðferðir og birtingahefðir geta verið mjög ólíkar. Í skýrslu sem kom út hjá Rannís fyrr á þessu ári og byggir á norrænni úttekt á birtingum vísindamanna, Ritrýndar birtingar og áhrif þeirra, er gerð tilraun til að meta styrkleika vísinda á Íslandi með greiningu á birtingum og tilvísunum í birtingar. Meðal helstu niðurstaðna er að klínískar læknisfræðirannsóknir séu stærsta rannsóknasviðið á Íslandi og að styrkur Íslands sé líka mikill á sviði líftækni og jarðvísinda (bls. 5, sjá á heimasíðu Rannís www.rannis.is). Formaður vísindanefndar vitnar í þessa skýrslu í grein sinni í Fréttablaðinu 30. október sl. Gallinn er bara sá að greiningin byggist á gögnum sem ná ekki nema að mjög litlu leyti yfir hugvísindi og félagsvísindi (þ.e. Thomson ISI tímaritagrunninum), eins og raunar er tekið skýrt fram í skýrslunni (bls. 4). Af þessum sökum er ekki hægt að nota þessa greiningu til að bera saman styrkleika mismunandi fræðasviða, t.d. hugvísinda og lífvísinda, þó hún dugi kannski til að meta styrk sumra fræðasviða á alþjóðlegum vettvangi. Í annarri útgáfu frá Rannís, Rannsóknir og þróunarstarf á Íslandi 2009, eru áhrif greinaskrifa vísindamanna skoðuð (byggt á sama gagnagrunni). Þar koma hugvísindin mun betur út en bæði raunvísindi og verk- og tæknivísindi en standa þó ekki eins sterkt og lækna- og heilbrigðisvísindi. Innan hugvísinda eru greinar sem standa alþjóðlega mjög sterkt í rannsóknum ásamt öðrum sem eru veikari. Sama á við um önnur fræðasvið. Nú þegar þrengir að verðum við að bera gæfu til að kunna að meta það sem vel er gert á öllum sviðum og mála ekki með of stórum penslum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun